Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 26

Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 26
á Jóni litla; nú var síðasti vagninn horfinn fyrir stöðvarhæbina; þetta hlyti að ríða honum að fullu. Reiður og uppgefinn sneri hann sér við með svipuna á lofti. En kálfarnir, sem allir vissu ilt upp á sig, steyptu sér nú, eins og þeir hefðu gert samtök um það, aftur á bak niður í skurðinn fram með veginum, og hver togaði af alefli í sína áttina, unz eitt af tengslaböndunum slitnaði. Við þetta losnuðu tveir kálfar og brönuðu sem skjótast burt frá hinum inn á hafra-akur nágrannans, og tóku að blóta þar og bölsótast eins og til ögrunar. Jón litli fór að háorga af örvænting og reiði. Bálvond kerling á skræpóttu millipilsi, sem náði ekki nema niður á hné, kom vaðandi á bægslunum út um garðshliðið þar rétt hjá og jós úr sér heilu flóði af blóti og ragni út yfir ak- urinn: »Fjandinn sjálfur sæki þig, svínið þitt! Geturðu ekki hundsk- ast til að halda í kálfana þínaf« Illyrðin margfölduðust við að bergmála í húsunum. Jón þaut berfættur og lafhræddur á eftir kálfunum og stikl- aði á hvítu tinnusteinunum yfir akurinn. Hann varð undireins gagndrepa á lærunum af dögginni á hafraöxunum, sem voru renn- vot. Af kálfunum sást ekkert nema eyrun upp úr hafratoppunum; með tungunum sínum löngu sleiktu þeir á löngu svæði áfergislega kjarnana úr stráunum. Kerlingin lét stanzlaust dæluna ganga með óbótaskömmum. Jón litli var alveg ráðalaus og augun í honum stóðu eins og í freðinni ýsu. Þá sá hann alt í einu Tómas veiðimann ganga framhjá um veginn. Tómas fleygði óðara frá sér fiskistönginni og óð inn í hafrana; og þegar þeir lögðu saman, tókst þeim loksins að handsama kálfana; og Tómas skildist ekki við Jón litla, fyr en þeir voru búnir að tjóðra alla kálfana. »Guð hjálpi okkur, mikill dæmalaus kjaftur var á kerlingunni!« sagði Tómas og leit á eftir stuttpilsu-skassinu, sem nú stikaði heim á leið að bænum. Pað var engin önnur en ekkjan! Já, hún er svei-mér ekki blíö að kyssa að morgni dags!« Og rétt á eftir bætti hann við: »Ójá, svo Stefán gat ekki einu sinni látið þig vera lausan við gripina þennan eina dag! Nei, ég kannast við það!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.