Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Side 26

Eimreiðin - 01.05.1913, Side 26
á Jóni litla; nú var síðasti vagninn horfinn fyrir stöðvarhæbina; þetta hlyti að ríða honum að fullu. Reiður og uppgefinn sneri hann sér við með svipuna á lofti. En kálfarnir, sem allir vissu ilt upp á sig, steyptu sér nú, eins og þeir hefðu gert samtök um það, aftur á bak niður í skurðinn fram með veginum, og hver togaði af alefli í sína áttina, unz eitt af tengslaböndunum slitnaði. Við þetta losnuðu tveir kálfar og brönuðu sem skjótast burt frá hinum inn á hafra-akur nágrannans, og tóku að blóta þar og bölsótast eins og til ögrunar. Jón litli fór að háorga af örvænting og reiði. Bálvond kerling á skræpóttu millipilsi, sem náði ekki nema niður á hné, kom vaðandi á bægslunum út um garðshliðið þar rétt hjá og jós úr sér heilu flóði af blóti og ragni út yfir ak- urinn: »Fjandinn sjálfur sæki þig, svínið þitt! Geturðu ekki hundsk- ast til að halda í kálfana þínaf« Illyrðin margfölduðust við að bergmála í húsunum. Jón þaut berfættur og lafhræddur á eftir kálfunum og stikl- aði á hvítu tinnusteinunum yfir akurinn. Hann varð undireins gagndrepa á lærunum af dögginni á hafraöxunum, sem voru renn- vot. Af kálfunum sást ekkert nema eyrun upp úr hafratoppunum; með tungunum sínum löngu sleiktu þeir á löngu svæði áfergislega kjarnana úr stráunum. Kerlingin lét stanzlaust dæluna ganga með óbótaskömmum. Jón litli var alveg ráðalaus og augun í honum stóðu eins og í freðinni ýsu. Þá sá hann alt í einu Tómas veiðimann ganga framhjá um veginn. Tómas fleygði óðara frá sér fiskistönginni og óð inn í hafrana; og þegar þeir lögðu saman, tókst þeim loksins að handsama kálfana; og Tómas skildist ekki við Jón litla, fyr en þeir voru búnir að tjóðra alla kálfana. »Guð hjálpi okkur, mikill dæmalaus kjaftur var á kerlingunni!« sagði Tómas og leit á eftir stuttpilsu-skassinu, sem nú stikaði heim á leið að bænum. Pað var engin önnur en ekkjan! Já, hún er svei-mér ekki blíö að kyssa að morgni dags!« Og rétt á eftir bætti hann við: »Ójá, svo Stefán gat ekki einu sinni látið þig vera lausan við gripina þennan eina dag! Nei, ég kannast við það!

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.