Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 13
«7
ríkisráði, og þá um málin fjallað af dómnefnd ríkisráðsins. Bretar
hafa því jafnan töglin og hagldirnar, að því er kemur til síðustu
dómsúrslita.
Hvað mundu Islendingar hafa sagt, ef Danir hefðu reynt að
bjóða þeim aðra eins heimastjórn og þetta? Þeir hefðu víst
fengið orð í eyra, og engum íslendingi dottið í hug við henni að
líta.
Og þó er frjálslyndið hjá Englendingum ekki meira en svo
gagnvart Irum, að þeir vilja ekki einu sinni unna þeim þessarar
heimastjórnar, hvað þá heldur meiri. Pað tekst reyndar að merja
frumvarpið gegnum neðrideild, en þar eru þó ekki færri en 258
þingmenn á móti því. Og þó atkvæðamunurinn virðist allálitlegur,
110 atkvæði, þá er aðgætandi, að af þeim eru 103 atkvæði Ira
sjálfra, sem eiga sæti á þingi Breta. Af Englendingum og Skot-
um eru ekki nema 7 atkvæðum fleira með frumvarpinu en móti
því. Og í efrideildinni er frumvarpið undireins felt með svo mikl-
um atkvæðamun, að þar eru 257 atkvæðum fleiri á móti því en
með því (326 : 69).
Pað getur verið lærdómsríkt — og meira að segja heilsu-
samlegt — fyrir skilnaðarmennina íslenzku, að bera þetta
saman við heimastjórnarlög vor og framkomu Dana gagnvart
frekari sjálfstjórnarkröfum af vorri hálfu. Vér álítum óþarft að fara
frekar út í þann samanburð í einstökum atriðum. Hver, sem hefir
stjórnarskrá vora og sambandslaga-uppkastið frá 1908, getur gert
það sjálfur. Pað Hggur svo opið fyrir, hvílík kostakjör oss eru
boðin af Dana hálfu, á móts við þau kjör, sem Irar vilja fegnir
þiggja» en ekki einu sinni /á. y q
þýtt og frumkveðið.
I. Á JÁRNBRAUTINNI1.
(Eftir PETÖFI).
Finn ég streyma um hjarta oghug Fuglar áður flugu aðeins,
sem hafsjó gleði ríka: nú fljúga menn þá líka.
1 Fetta var oit á næstliðinni öld, þegar járnbrautir voru að bytja. Hvað
mundi skáldið hafa sagt nú, hefði það lifað og séð loftskip og flugvélar vorra daga ?