Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 7
8i
(2) Peir þingmenn, sem viðstaddir eru í sameinuðu þingi,
geta rætt og skulu greiða atkvæði í sameiningu um frumvarpið í
þeirri mynd, sem það síðast var borið upp í í neðrideild, og um
þær breytingar (ef nokkrar eru), sem gerðar hafa verið á því af
annarrihvorri deildinni, en hin ekki fallist á; og skal þá sérhver
slík breyting, sem fær meirihluta allra viðstaddra þingmanna
beggja deilda, skoðast sem samþykt.
(3) Ef frumvarpið með breytingunum (ef nokkrar eru) er
samþykt af meirihluta allra viðstaddra þingmanna beggja deilda,
skal það skoðast sem löglega samþykt af báðum deildum.
12. gr. (1) Völd, réttindi og helgi þingdeilda Ira, þingmanna
þeirra og nefnda, skulu ákveðin með írskum lögum, en þó aldrei
meiri vera en þingdeilda, þingmanna og þingnefnda Breta eru
sem stendur, og vera jöfn þeim, unz annað verður ákveðið með
írskum lögum.
(2) Pau lög, er sem stendur gilda um kjörgengi þingmanna
til neðrideildar Breta og um eiðtöku af þingmönnum þar, skulu
og gilda um neðrideildar-þingmenn Ira.
(3) Allir lávarðar, hvort sem þeir eru lávarðar hins sam-
einaða Stór-Bretlands, Englands, Skotlands eða Irlands, skulu
vera kjörgengir til beggja deilda.
(4) Enginn, sem er þingmaður í annarrihvorri þingdeildinni,
getur jafnframt fengið sæti í hinni deildinni; þó skal írskur ráð-
herra, sem er þingmaður í annarrihvorri deildinni, hafa rétt til að
sitja og tala í báðum deildum, en ekki greiða atkvæði nema í
þeirri d^ildinni, sem hann er þingmaður í.
(5) Bingmenn hvorrar deildar geta lagt niður þingmensku
með því að tilkynna það þeim og á þann hátt, er þingsköp mæla
fyrir, eða, ef engin slík fyrirmæli eru til, með því að senda skrif-
lega tilkynningu um það til landstjórans, og skal þá sæti hans
jafnskjótt verða autt.
(6) Ekki skal það hafa nein áhrif á vald hvorugrar deildar-
innar, þótt auð séu sæti í þeim, né heldur nokkur misbrestur eða
galli á skipun, kosningu eða kjörrgengi nokkurs þingmanns í þeim.
IV, ÍRSKIR FULLTRÚAR Á PlNGI BRETA.
13. gr. Nema og þangað til alþingi Breta ákveður annað,
gilda þau ákvæði, er hér segir:
(1) Eftir tiltekinn dag skulu þingmenn kosnir í írskum kjör-