Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 35
ic>9
fyrir þau. Pegar skipið er komið nógu nærri andarnefjunum, er
skutli skotið úr fallbyssu í stærsta dýrið; fylgir skutlinum færi, en
sprengikúla engin, eins og vanalegt er þó við hvalveiðar. Skotið
er því aldrei banvænt. Andarnefjan stingur sér óðar og hún kenn-
ir skutulsins, og er vanalega ^/a klukkustund í kafi, en stundum
lengur, jafnvel 2—3 stundir. þrír skotbátar eru vanalega með
hverju skipi, og er fallbyssa í hverjum þeirra. Pegar andarnefjan
kemur upp aftur, sendir sá bátur, sem næstur er henni, skutul,
og helzt í höfuðið. Síðan er báturinn dreginn að henni og hún
lögð spjótum, ef hægt er, og hjálpast þá allir bátarnir að. —
Ekki er veiði þessi með öllu hættulaus, því oft ber við að andar-
nefjan brýzt fast um í andarslitrunum, eða að hún dregur bátána
Iangar leiðir.
Árið 1911, síöasta árið, sem skýrslur eru til um, var meðal-
afli 30 andarnefjur á hvert seglskip, en undir það 40 á þau skip,
er hjálparvél höfðu.
Prjú norsk gufuskip (um 100 smálesta) hafa stundað andar-
nefjuveiðar síðustu árin, og veitt frá 50—80 hvert á vertíð.
VI. ANDARNEFJAN (hyperoodon latifrons)1.
Fullorðin andarnefja er 10 til 13 metra löng og 5 til 6 metra
ummáls, þar sem hún er gildust, enda er hún stærri en allir aðrir
tannhvalir, að búrhvelinu einu undanskildu. Ungar andarefjur eru
dökkar á bakinu, en lýsast með aldrinum og verða ljósbrúnar eða
gular á litinn, ef þær ná háum aldri. Spikið er oft alt að því 8
þuml. þykt á hliðunum, og munu vanalega fást 10—14 tunnur af
því af hverju dýri; en stundum fæst alt að 50 tunnum, eftir því
sem Amund Helland segir í »Norges Land og Folk«. Auk lýs-
isins fæst venjulega um 100 kíló af hvalrafi (spermacet') af hverri
andarnefju, og kölluðu fornmenn það hvalsauka. Andarnefju-
lýsi var fyr meir í minna verði en ánnað hvallýsi, og var það af
því, að ekki er hægt að geyma það í vanalegum lýsistunnum. Nú
er það í alt að helmingi meira verði, síðustu árin 40—60 kr. hver
tunna.
Andarnefjulýsi þótti eitt sinn ómissandi á hverjum bæ, og
eru alþektar verkanir þess sem lyfs.
1 Augun í andarnefjunni eru æfinlega misstór; héldu fornmenn því, að hún
væri eineygð, og kölluðu hana dögling. Nota Færeyingar það nafn enn í dag.
8*