Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 35

Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 35
ic>9 fyrir þau. Pegar skipið er komið nógu nærri andarnefjunum, er skutli skotið úr fallbyssu í stærsta dýrið; fylgir skutlinum færi, en sprengikúla engin, eins og vanalegt er þó við hvalveiðar. Skotið er því aldrei banvænt. Andarnefjan stingur sér óðar og hún kenn- ir skutulsins, og er vanalega ^/a klukkustund í kafi, en stundum lengur, jafnvel 2—3 stundir. þrír skotbátar eru vanalega með hverju skipi, og er fallbyssa í hverjum þeirra. Pegar andarnefjan kemur upp aftur, sendir sá bátur, sem næstur er henni, skutul, og helzt í höfuðið. Síðan er báturinn dreginn að henni og hún lögð spjótum, ef hægt er, og hjálpast þá allir bátarnir að. — Ekki er veiði þessi með öllu hættulaus, því oft ber við að andar- nefjan brýzt fast um í andarslitrunum, eða að hún dregur bátána Iangar leiðir. Árið 1911, síöasta árið, sem skýrslur eru til um, var meðal- afli 30 andarnefjur á hvert seglskip, en undir það 40 á þau skip, er hjálparvél höfðu. Prjú norsk gufuskip (um 100 smálesta) hafa stundað andar- nefjuveiðar síðustu árin, og veitt frá 50—80 hvert á vertíð. VI. ANDARNEFJAN (hyperoodon latifrons)1. Fullorðin andarnefja er 10 til 13 metra löng og 5 til 6 metra ummáls, þar sem hún er gildust, enda er hún stærri en allir aðrir tannhvalir, að búrhvelinu einu undanskildu. Ungar andarefjur eru dökkar á bakinu, en lýsast með aldrinum og verða ljósbrúnar eða gular á litinn, ef þær ná háum aldri. Spikið er oft alt að því 8 þuml. þykt á hliðunum, og munu vanalega fást 10—14 tunnur af því af hverju dýri; en stundum fæst alt að 50 tunnum, eftir því sem Amund Helland segir í »Norges Land og Folk«. Auk lýs- isins fæst venjulega um 100 kíló af hvalrafi (spermacet') af hverri andarnefju, og kölluðu fornmenn það hvalsauka. Andarnefju- lýsi var fyr meir í minna verði en ánnað hvallýsi, og var það af því, að ekki er hægt að geyma það í vanalegum lýsistunnum. Nú er það í alt að helmingi meira verði, síðustu árin 40—60 kr. hver tunna. Andarnefjulýsi þótti eitt sinn ómissandi á hverjum bæ, og eru alþektar verkanir þess sem lyfs. 1 Augun í andarnefjunni eru æfinlega misstór; héldu fornmenn því, að hún væri eineygð, og kölluðu hana dögling. Nota Færeyingar það nafn enn í dag. 8*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.