Eimreiðin - 01.05.1913, Síða 25
99
Jón hélt áfram með kálfatrossuna.
Morgunloftið var blátt eins og draumur; dúfurnar flugu í
flokkum heim af ökrunum og snerust í loftinu, svo skein í hvíta
vængina. Slóðin eftir kálfana var eins og langar, dökkar rákir í
dögginni.
Bændafólkið var nú farið að aka börnunum sínum áleiðis á
brautarstöðina. Hestarnir voru ólúnir og fjörugir eftir næturhvíld-
ina, keptust við að ná þeim, sem á undan voru, og léttu ekki^
fyr en allir vagnarnir voru komnir í samfelda röð, hver á eftir
öðrum. Pað skein á nýmálaðar vagnhliðarnar; bændadæturnar
smávöxnu sátu ljósklæddar, og með blaktandi bönd í höttunum,
í ökustólnum, og hvískruðu forvitnislega eins og kjúklingar, sem
eru nýskropnir úr egginu. Á bak við þær stóðu vikadrengirnir,
og héldu sér fast í ökustólsslárnar, og áttu nóg með að halda
jafnvæginu, þegar hjólin hrutu á ójöfnu.
í einum vagninum hafði fólkið lúður með sér; og þeytti sá,
er á hann lék, hvellum tónum út í döggvaða morgunkyrðina,
rauður og þrútinn í andlitinu af blæstrinum.
Pegar sá vagninn fór fram hjá kálfunum, vöknuðu þeir alt í
einu við, tóku heljarmikið viðbragð og rákust svo óþyrmilega á
Jón litla, að skórnir hans lömdust um eyrun á honum. Tvær
af smátelpunum hölluðu sér út yfir ökustólsbogann, bentu á hann,
og ráku upp glettinn stríðnishlátur; og einn af vikadrengjunum,
sem vissi sjálfum sér borgið, sneri að honum freknóttu smettinu
og kallaði: »Þú verður altof seinn!«
Jón litli hafði sjálfur verið að hugsa um það sama alla leið-
ina. Pað var heldur ekkert hóf á því, hvað þessar kálfskepnur
gátu verið níðlatar; það var varla mögulegt að dragna þeim úr
sporunum.
Jón tók nú til svipunnar og lét nokkur högg dynja á hrygg-
inn á þeim skjöldóttu. En þá var eins og öllu samlyndi væri
lokið. Forustukálfurinn var staður eins og staur. — Jón gekk
fram fyrir hann, brá tjóðurbandinu um öxl sér og lagðist á af
öllum kröftum; það var eins og hálsinn á kálfinum lengdist um
helming; hann lolcaði augunum í þolinmóðri þverúð og langur,
marglitur slefuþráður hékk út úr kjaftinum á honum; honum varð
ekki þokað nema eitt fótmál í einu, og hann streittist á móti alt
hvað hann gat, með stífum hnjám og klaufunum glentum út á
við, til að ná betri viðspyrnu. — Svitinn bogaði niður af enninu