Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Síða 27

Eimreiðin - 01.05.1913, Síða 27
IOI Ég er að vona, að þú komist samt í tæka tíð, ef þú fiýtir þér.« Tómas hélt svo áfram niður að ánni með fiskistöngina sína um öxl. Eftir að hann hafði gengið spölkorn, stanzaði hann og lagði eyrað við; jú, víst væri það eimpípan; það hlyti að vera eim- reiðin. »Heyrðu, Nonni minn, ég held þú verðir að taka til fótanna og hlaupa alt hvað af tekur! — — — Að geta nú fengið af sér að láta barnið verða of seint, eina skiftið á árinu sem það fær að gera sér ofurlítið til gamans!« tautaði hann við sjálfan sig og hristi höfuðið. Og Jón litli þaut af stað eins og fætur toguðu. Framan af fanst honum hann geta tekið hverja hæð í tveimur eða þremur stökkum, en brátt fór honum að verða þyngra um hlaupin. Við og við rak hann tærnar í tinnustein, en hann herti þá því meira á hlaupunum, til að draga úr sársaukanum. Nú var hann kominn að stöðvarhæðinni; hann hljóp svo hart, að hann lá hálf-flatur. farna, þar sem hæðin skygði fyrir alla útsýn fyrir framan hann, var eins og léði hræðslan fyrir því að verða of seinn honum vængi: »Ég næ ’enni ekki, ég næ ’enni ekki!« tautaði hann i hálf- um hljóðum við hvert spor. Græni skógurinn með bládjúpum firðinum umhverfis, félag- arnir hans kátu, leikirnir, sem farið yrði í, dansinn, hljóðfæraslátt- urinn, kaffið ilmandi og ljúffengu hveitikökurnar — — alt þetta fanst honum nú hverfa í reykinn úr eimreiðinni, sem var að þjóta á stað. Honum lá við andköfum, þegar hann loksins komst upp á hæðina; og það var einhver eyðileg dauðakyrð hinumegin. »Ég næ ’enni ekki, ég næ ’enni ekki!« flaug stöðugt í gegnum huga hans. Éað væri þó ekki ómögulegt, að lestin leyndi sér á bak við rauða stöðvahúsið. — Jú, svei-mér þá! kom ekki reykur þarna upp fyrir þakið? Jón litli hljóp eins og hann stiklaði á glóðum; og skórnir, sem hann bar um öxl, slógust látlaust saman og gerðu hvin aftan í hnakkanum. Nú beygðist vegurinn til hægri, og kom þá í ljós, að reyk-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.