Eimreiðin - 01.05.1921, Qupperneq 13
EIMREIÐIN)
HESTAVÍSUR
141
Fallega skeiðar Fálki minn
fram úr reiðhestonum.
— Hagyrðingurinn er jafnan fljótur til svars, þegar
honum finst að orðstír reiðhestsins sé hallað. Jón á Þing-
eyrum átti reiðhest ágætan, er nefndur var Léttir, og reið
Jón honum stundum ógætilega, er hann var við skál.
Eitt sinn er Jón var að ríða af stað, einhversstaðar frá,
ölvaður nokkuð, sagði maður við hann hæðnislega: »Jón,
nú dettur Léttir!« Jón leit við manninum og mælti af
munni fram samstundis:
Pað er mas úr pér, vinur,
þetta: »Léttir dettur!«
Aldrei rasar reiðskjótur
rétt á sprettinn settur.
Jón hleypti af stað, en sagan getur þess ekki, að Léttir
hafi dottið, hvorki þá né endranær.
Annars finst mér síst fjarri að hnýta hér aftan við vísu
einni, sem kveðin er um Jón á Þingeyrum. Hún bregður
upp dálítilli mynd af reiðkænsku Jóns og kostum gæð-
ingsins, svo ekki er um að villast hver ríður svo geyst
um héraðið:
Stynur Frón með stórhljóðum
stáls við skóna harða.
pegar Jón á Þingeyrum
peysir ljóni gjarða.
Visuna kvað Jason bóndi í Lækjadal í Húnaþingi, er
Jón reið þar hjá eitt sinn.
Það segja reiðmennirnir að aldrei láti hesturinn jafn
vel til kosti sina eins og á hjarni eða is; þar eru báðir í
essinu sinu, eldishesturinn og reiðmaðurinn og ekkert fum
á fótaburði eða taumhaldi. Þá stefna tvær sálir að sama
marki og renna í eitt. Þess vegna verður spretturinn snjall
og listin hverjum auðsæ.
Og þegar hagyrðingurinn ljóðfestir slíkan sprett, grípur
hann til hringhendunnar, því hann veit hvað alþýðu
kemur. Hringhendan hefir jafnan verið sá hátturinn, sem