Eimreiðin - 01.05.1921, Qupperneq 16
144
HESTAVÍSUR
[EIMREIÐIN
Ef að skapið í hann kemst,
er sem hrapi skriða.
Sigurbjörn Jóhannsson, kendur við Fótaskinn í S.-Þing-
eyjarsýslu, en fór til Ameríku og dó þar, kveður svo um
brúna hryssu, er heima átti austur á Héraði:
Svifaði mökk af svitanum,
sindur hrökk úr augunum;
sist hugklökk i samreiðum;
sauö á dökku hárunum.
Þá er hér ein, sem mér hefir borist nýlega og hefi eg
fyrir satt að hún muni norðlenzk vera; líklega úr Húna-
þingi:
Skeifna poldu skaílarnir —
Skyrpti mold úr hófum.
Tilraði fold, en taumarnir
tálguöu hold úr lófum.
Þó að flestir kjósi að reiðhesturinn sé fjörugur, eru þó
hinir fleiri, sem jafnframt fjörinu óska að hann sé taum-
liðugur. Enda er það svo, að allir góðir reiðmenn kenna
gæðingum sinum að hlýða. Það er fyrsta boðorðið. Og
þegar það er fengið, að hesturinn hlýði hverri skipun
húsbóndans, þá fyrst verður sambúðin báðum til yndis
og ánægju.
Síra Jakob Guðmundsson, síðast prestur á Sauðafelli í
Dölum, kvað svo um reiðhest sinn:
Taumar leika mér í mund,
minn pá Bleikur rennur.
Pelta veika léttir lund,
lífs meðan kveikur brennur.
Og Sigurbjörn í Fólaskinni orðar það á líkan hátt:
Hvíldir naumar sér gaf sá,
sýndi rétta snilli;
lék við taum og tánum á
tiplaöi spretta milli.
— Þó að skeiðið sé sá gangurinn, sem flestir lofa og
alloftast er nefndur í hestavisunum, þá er það þó ekki
svo að skilja, að annar gangur hestsins eigi ekkert Iof
skilið. Það þykir alla jafnan prýði á hverjum hesti að