Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1921, Side 27

Eimreiðin - 01.05.1921, Side 27
EIMREIÐINj HAFIÐ 155 vér erum orðnir því svo vanir að hugsa oss sjóinn ógna- víðan og hverfan, að vér naumast tökum eftir því þegar hann er hvítur og grænn. En það er annað deilumál þar sem unga mentamann- inum og blómkálsmeynni ungu lendir óþyrmilega saman. Fyrsta meginatriði bókvísrar skoðunar á sjónum er að hann sé takmarkalaus og veki tilfinningu óendanleikans. Nú er það, held eg, alveg víst, að blómkálslíkingin var að nokkru leyti sprottin af þveröfugum áhrifum, tilfinn- ingu mæra og múra. Stúlkan hugsaði sér sjóinn eins og grænmetisteig eða jafnvel eins og grænmetisgarð. Það var rétt. Hafið gefur því að eins óendanleik í skyn, að ekki sé hægt að sjá það; sjóþoka getur sýnsl endalaus, en sjórinn ekki. Svo fjarri fer því að sjórinn sje hverfur og mæralaus, að hann er eina harða, beina línan í náttúr- unni. Hann er eina hreina markalínan, eini hluturinn sem guð hefir skapað svo að verulega líkist vegg. í sam- anburði við sjóinn virðast ekki að eins sól og ský ólögu- leg og efasöm, heldur má svo að orði kveða að steini studd fjöll og standandi skógar bráðni og hjaðni og flýi í návist þessarar einrænu ísarn-línu. Hið gamla sjómanns- orðtak, að höfin séu varnarvirki Englands, er ekki nein freðin og langsótt líking; hún kom í hug einhverjum sönnum sægarp, þegar hann horfði á sjóinn í raun og sannleika. Þvi að sævarbrúnin er sem sverðseggjar; hún er hvöss, vígleg og ákveðin. Hún líkist sannlega slá eða slagbrandi og ekki rýmdinni einni. Hún hangir í himni, grá, eða græn, eða blá og skiftir litum en ekki líki, bak við allar losaralegar línur landsins og allan villimjúkleik skóganna, líkt og væri hún vogarskálar drottins i mund- angi. Hún hangir sem ævarandi minning þeirrar guðlegu vizku og þess réttlætis, sem býr bak við alla miðlun og alla réttmæta fjölbreytni; eina beina línan; marklína mannvitsins; hin myrka, hinzta staðning heimsins. Guðm. Finnbogason þljddi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.