Eimreiðin - 01.05.1921, Page 27
EIMREIÐINj
HAFIÐ
155
vér erum orðnir því svo vanir að hugsa oss sjóinn ógna-
víðan og hverfan, að vér naumast tökum eftir því þegar
hann er hvítur og grænn.
En það er annað deilumál þar sem unga mentamann-
inum og blómkálsmeynni ungu lendir óþyrmilega saman.
Fyrsta meginatriði bókvísrar skoðunar á sjónum er að
hann sé takmarkalaus og veki tilfinningu óendanleikans.
Nú er það, held eg, alveg víst, að blómkálslíkingin var
að nokkru leyti sprottin af þveröfugum áhrifum, tilfinn-
ingu mæra og múra. Stúlkan hugsaði sér sjóinn eins og
grænmetisteig eða jafnvel eins og grænmetisgarð. Það var
rétt. Hafið gefur því að eins óendanleik í skyn, að ekki
sé hægt að sjá það; sjóþoka getur sýnsl endalaus, en
sjórinn ekki. Svo fjarri fer því að sjórinn sje hverfur og
mæralaus, að hann er eina harða, beina línan í náttúr-
unni. Hann er eina hreina markalínan, eini hluturinn
sem guð hefir skapað svo að verulega líkist vegg. í sam-
anburði við sjóinn virðast ekki að eins sól og ský ólögu-
leg og efasöm, heldur má svo að orði kveða að steini
studd fjöll og standandi skógar bráðni og hjaðni og flýi
í návist þessarar einrænu ísarn-línu. Hið gamla sjómanns-
orðtak, að höfin séu varnarvirki Englands, er ekki nein
freðin og langsótt líking; hún kom í hug einhverjum
sönnum sægarp, þegar hann horfði á sjóinn í raun og
sannleika. Þvi að sævarbrúnin er sem sverðseggjar; hún
er hvöss, vígleg og ákveðin. Hún líkist sannlega slá eða
slagbrandi og ekki rýmdinni einni. Hún hangir í himni,
grá, eða græn, eða blá og skiftir litum en ekki líki, bak
við allar losaralegar línur landsins og allan villimjúkleik
skóganna, líkt og væri hún vogarskálar drottins i mund-
angi. Hún hangir sem ævarandi minning þeirrar guðlegu
vizku og þess réttlætis, sem býr bak við alla miðlun og
alla réttmæta fjölbreytni; eina beina línan; marklína
mannvitsins; hin myrka, hinzta staðning heimsins.
Guðm. Finnbogason
þljddi.