Eimreiðin - 01.05.1921, Síða 34
162
KIRKJAN OG SPÍRITISMINN
[EIMREIÐIN
inn, eftir að hafa gert trylda tilraun að vinna aftur ríki
sín, er hann hafði mist, ræddi hann við sigurvegarana
um friðarskilmála þá, er hann myndi ganga að. Einn átti
að hljóta Sikileyjaríki, annar Kalabríu og svo fram eftir
götunum. En það var gerður skjótur endir á ræðu hans,
því að herforingi nokkur kom inn og sagði honum að
búast við dauða sinum, því að i dögun næsta dag yrði
hann skotinn. Er eg nú les ræður ýmissa kirkjumanna,
sem í háum embættum sitja, þá kemur mér oft í hug
þessi gamla og raunalega saga. Eg hefi heyrt erkibiskup
tala opinberlega mjög í anda Murats, og hvað kirkju hans
snertir, hefir áframhaldið orðið mjög á sama hátt.
Munu spiritistar, svo að eg aðgreini þá frá spiritisman-
um, koma kirkjunni til hjálpar? Það er önnur spurningin
og hún næsta alvarleg. Verður að athuga hana sérstaklega.
II.
Lálið upp hliðin, svo að réltlátur lýður megi inn
ganga, sá er sannleikann varðveitir. — Jes. 26, 2..
Munu spíritistar koma kirkjunni til hjálpar? Enn fer
sem fyr, að eg get ekki svarað spurningunni nema að
nokkru leyti. Margir söfnuðir þess bræðrafélags eru utan
kirkjunnar, og þeir munu halda áfram að verða utan
hennar. Kirkjan hefir mist þá. Pað er hægra að hrekja
þá út en heimta þá inn að nýju. Aðrir munu sameinast
kirkjunni með þeim skilyrðum, er þeir sjálfir setja. í*eir
munu neita því að láta sýna sér hroka. Spiritistar eru nú
orðnir vald i landinu fyrir sakir einskærrar lundernisfestu
og vitsmuna, og það vald verður að virða. Vér munum
enga miskunn sýna hinum málugu og heimsku fiónum,
er ausa auvirðilegum fúkyrðum jafn vaska snillinga og
Conan Doyle, eða svo heilaga frömuði visindanna senv
Oliver Lodge. Ef þörf gerist, munum vér eigi hika við að<
segja kirkjunni, að það sé hún, sem sé leidd fyrir dóm-
stólinn. Yfirsjónir hennar hafa verið margar og syndir
hennar miklar. Á þeim yfirsjónum sínum verður hún að
ráða bót og þær syndir verður hún hreinskilnislega að
kannast við, áður en kröfum hennar til forystunnar verð-