Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1921, Page 42

Eimreiðin - 01.05.1921, Page 42
170 RÆÐAN [EIMP.EIÐIN' söfnuðust kring um stóra borðið í aðalstofunni. Orsökin var sú, að Ari Arason Orri, afmælisbarnið fertuga, var ófáanlegur til að standa upp úr sófanum, enda fór vel um hann þar við hliðina á Agústu Holm. Eg þekti hana ekki mikið, en var að hugsa um það þá um kvöldið, að það væri ekki ofsögum sagt af því, hversu fögur hún er og freistandi. Ari Arason Orri var að vonum fastur í sófan- um, og hægri handleggurinn á honum, er sneri að Ágústu Holm, var horfinn fyrir löngu — bak við tjöldin. En við hina hlið hennar sat bróðir hennar, Sæmundur Holm kaupmaður, og lék við hvern sinn fingur, þrátt fyrir allar skuldirnar og ógurlegar horfur. — Vonarneistinn í hjarta hans var orðinn að báli. Og hver ræðan rak aðra, Menn voru ekki að fást um það, þótt ekki væri þeim öllum nákvæmur gaumur gefinn. Áheyrendurnir þurftu að spjalla sín á milli á meðan, lágt að vísu og siðsamlega. Ræðumenn voru allir of hrifnir af sjálfum sér til þess að þeim væri það ekki nóg að heyra til sin sjálfra, og nokkur »heyr« og »bravó« puntuðu upp á ræðurnar. — Menn voru að skemta sér. — Ásmundur Pálsson var hinn prúðasti. Hann drakk hverja skál, en hófsamlega þó. — Eitt sinn stóð hann upp og las upp nýtt kvæði eftir sjálfan sig, þunglyndis- legt en gott; eg gat þá hvíslað að honum, að lesa ekki meira upp í bráðina, og hann gegndi því. En alt í einu, þegar hlé varð á ræðuhöldunum, stóð hann upp. Eg vissi það, að hann var enginn mælsku- maður; ræður hans eru vanalega taldar gerómerkilegar, sem rœður, — alt kemur sitt úr hverri áttinni. Eg kveið því fyrir því, hans vegna, að hann yrði til athlægis, því eg vissi, að ýmsir voru þar inni, sem þektu hann lítt, misskildu hann algerlega, og vildu misskilja. Hann er enginn heimskingi, en hann er ístöðulítill og á bágt með að halda huganum i skefjum, sérstaklega við öl. »Það væri að bera i bakkafullan lækinn«, sagði hann, »að fara að hæla Ara Arasyni Orra meira í nótt, eða óska honum frekar til hamingju á komandi timum. Enda eru slíkar óskir og gal lítils virði, að mínu áliti, samanber
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.