Eimreiðin - 01.05.1921, Síða 44
172
[EIMREIÐIN
Guðmundur biskup góði.
i.
Árið 1234 sást í Rómi suður maður einn norrænn, hár
vexti og tígulegur, leita fyrirgefningar heilagrar kirkju.
Þessi maður var glæsimennið mikla Sturla Sighvatsson.
»Var honum ráðið fyrir flestum höfuðkirkjum, og bar sig
drengilega, sem líklegt var. Gn flestir menn hörmuðu hann,
og margt fólk stóð úti og undraðisl, og barði á brjóstið
og harmaði, er svo fríður maður sýnum var svo hörmu-
lega leikinn, og máttu eigi vatni halda, bæði karlar og
konurw1), Þannig lýsir sagan því er Sturla leitaði sátta fyrir
mótgerðir þeirra feðga við Guðmund biskup Arason. Svo
viðurhlutamikið þótti mönnum í þann tíð að vera í ósátt
við kirkjuna, og svo mikið vildu jafnvel stoltustu höfð-
ingjar á sig leggja til þess að friða samviskuna.
Þetta sýnir oss vel, hve varasamt það er, að leggja
mælikvarða samtíðar sinnar á menn og málefni fyrri alda.
En þó er það engan veginn óalgengt, að sagnaritarar leyfi
sér það, og snúi með þeim hætti öllu eftir sínu höfði upp
eða niður. Þeir sem börðust einlægast fyrir göfugustu
hugsjónum og stærstum málefnum, fá oft og einatt misk-
unnarlausan sleggjudóm, af því að það kemur ekki heim
við það kram, sem í dag, mörgum öldum síðar, þykir
góð vara. Og svo mun seinni tíminn gera oss sömu skil-
in, þvi hver veit hvernig á vor »góðu máletni« verður litið
eftir nokkurar aldir?
Einn af þeim mönnum, sem óspart hefir fengið að
kenna á þessum sleggjudómum, er sá maður, sem hér á
um að ræða, Guðmundur biskup Arason, sem hlaut það
viðurnefni, af þeim, sem þektu hann best, að hann var
kallaður »hinn góði«. Hann hefir fyrst og fremst fengið
að gjalda þess, að hann helgaði krafta sína þeim sið, er
síðar var rækur ger og beitti sér öllum honum til eflingar,
1) Bisk, I. 555.