Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1921, Side 47

Eimreiðin - 01.05.1921, Side 47
EIMREIÐIN] GUÐMUNDUR BISKUP GÓÐI 175 að hann komst í stöðu, þar sem hann var sannfærður um, að hann væri ráðsmaður yfir málefni guðs. Og rás viðburðanna lét þennan eiginleika hans koma mjög skýrt i Ijós. En viðureign hans við Toll-Odd1) sýnir ofurlitið dæmi þess hvernig hann hefði orðið í héraðsstjórn, ef hann hefði gerst veraldlegur höfðingi. Hann mundi ekki hafa látið mál sín dragast ur hömlu eða falla niður fyrir tómlæti. Sagan getur beinlínis um tvo viðburði, sem breyttu hug- arstefnu Guðmundar og sveigðu hana inn á þær leiðir, sem verða vildi. Pegar Guðmundur var nitján vetra að aldri (1180) ætluðu þeir utan Ingimundur prestur og Guð- mundur. Peir hreptu afspyrnu veður og keyrði skipið vestur að Hornströndum, þar sem Skjalda-Bjarnarvík heitir. Héldust menn nauðulega, en Guðmundur varð fyrir rá einni og molaðist fólurinn. Lá hann lengi í þvi meini og tókst ekki betur að græða en svo, að bein stóð út úr fæti hans og urðu tveir menn að draga það áður það losnaði2). En þetta alt, bæði skipreikinn, slysið og legan hefir haft djúp áhrif á Guðmund, enda segir svo siðar í sögunni, að vetur þann er hann lá í fótbrotinu á Ströndum, hafi mönnum þótt skap hans skiftast mjög, »svo að nálega þótti hann allur maður annar í aðferð sinni en fyrst þótti á horfast er hann var ungur«3). Hinn atburðurinn var andlát Þorgeirs, sonar Brands biskups Sæmundarsonar, árið 1186. Tók hann sótt í hafi á leið út hingað og andaðist skömmu eflir að þeir tóku land hér. Þorgeir hafði jafnan reynst Guðmundi hinn besti drengur og fulltingismaður og voru þeir aldavinir. »Það vottaði siðar Guðmundur Arason«, segir sagan, »að hann hefði engis manns þess mist, er honum þætti jafn- mikið að rnissa, og það féll honum svo nær, að nálega mátti kalla, að hann skiftist í annan mann að mörgu eðli siðan. — Hann gerðist þá mikill trúmaður í bænahaldi og tiðagerð og harðrétti og örlæti, að sumum mönnum þótti halda við vanslilli, og ætluðu, að hann mundi eigi bera mega alt saman, harðlífi sitt og óyndi af andláti Porgeirs4). 1; Bisk. I, 42«. 2) Bisk. I, 420. 3) Bisk. I, 431. 4; Bisk. I, 430.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.