Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1921, Side 48

Eimreiðin - 01.05.1921, Side 48
176 GUÐMUNDUR BISKUP GÓÐI [EIMREIÐIN t*að er bersýnilegt, að hugur Guðmundar slefndi í þessa átt, og þessir ytri viðburðir hafa aðeins hert á þroska hans. Það steðjaði margt að honum um þessar mundir, sem vakti alvöru hans og ábyrgðartilfinningu. Ingimundur fóstri hans, sem hafði verið honum í föður stað frá því er hann misti föður sinn, í æsku1), fór utan 1185 og Þor- geir Brandsson, vinur hans, svo að hann varð að tefla meira upp á eigin spýtur og þá veitti Brandur biskup hon- um prestsvígslu, en næsta ár frétti hann lát Þorgeirs. Má svo segja, að upp frá þessu sé braut hans alveg ákveðin, svo að þar verður í raun réttri engin breyting á upp frá því. Nú fór og að fara af honum frægðarorð það, er síðan jókst og margfaldaðist. Hann lá á bæn nóttum saman í kirkjum og skriftaði jafnan er hann náði kennimanns- fundi. En þætti honum of langt líða milli, skrifaði hann hjá sér á virðingarnar, svo að ekkert gleymdist. Hann vildi ekki svíkja tíund fyrir drotni. Þá hefjast og ölmusugæði hans fyrir alvöru, svo að ekkert verður honum við hend- ur fast. Og einkennilegt er það, að samtímis byrja yfir- menn hans að ýfast við hann. Má hér sjá undirrót styrj- aldarinnar og herina báða i byrjun. Móti honum eru þeir, sem þótti ölmusugæði hans keyra fram úr hófi, en það var bæði gert vegna kirkjunnar, er ekki þótti mega við svo mikilli bruðlun, og svo vegna bænda, er oft fengu allþungar búsifjar af betlarasæg þeim, er jafnan safnaðist að Guðmundi. Urðu höfðingjar því vinsælir fyrir af ýms- um efnaðri mönnum. En á hinn bóginn er alþýðan öll, sem tignaði Guðmund, ekki aðeins vegna gjafmildinnar, heldur og fyrir guðrækni hans og dýrlega náðargáfu til kraftaverka. Fær hann nú bráðlega kenningarnafn sitt, »hinn góði«, en þó er ekki hægt að segja með vissu, hve- nær það nafn hefir tekið að festast við hann. III. Eg held að mörgum sé gjarnt, að hugsa sér Guðmund biskup Arason eins og hálfgerðan karlbjálfa, vesaldarlegan 1) Ari Þorgeirsson féll i orustunni á Hyðjökli 1167, þar sem hann varði Erling jarl. Heimskr. Kbh. 1911, bls. 636; Fornms. VII, 317; Bisk. I, 414, 416.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.