Eimreiðin - 01.05.1921, Page 48
176
GUÐMUNDUR BISKUP GÓÐI
[EIMREIÐIN
t*að er bersýnilegt, að hugur Guðmundar slefndi í þessa
átt, og þessir ytri viðburðir hafa aðeins hert á þroska hans.
Það steðjaði margt að honum um þessar mundir, sem
vakti alvöru hans og ábyrgðartilfinningu. Ingimundur
fóstri hans, sem hafði verið honum í föður stað frá því
er hann misti föður sinn, í æsku1), fór utan 1185 og Þor-
geir Brandsson, vinur hans, svo að hann varð að tefla
meira upp á eigin spýtur og þá veitti Brandur biskup hon-
um prestsvígslu, en næsta ár frétti hann lát Þorgeirs. Má
svo segja, að upp frá þessu sé braut hans alveg ákveðin,
svo að þar verður í raun réttri engin breyting á upp frá því.
Nú fór og að fara af honum frægðarorð það, er síðan
jókst og margfaldaðist. Hann lá á bæn nóttum saman í
kirkjum og skriftaði jafnan er hann náði kennimanns-
fundi. En þætti honum of langt líða milli, skrifaði hann
hjá sér á virðingarnar, svo að ekkert gleymdist. Hann vildi
ekki svíkja tíund fyrir drotni. Þá hefjast og ölmusugæði
hans fyrir alvöru, svo að ekkert verður honum við hend-
ur fast. Og einkennilegt er það, að samtímis byrja yfir-
menn hans að ýfast við hann. Má hér sjá undirrót styrj-
aldarinnar og herina báða i byrjun. Móti honum eru þeir,
sem þótti ölmusugæði hans keyra fram úr hófi, en það
var bæði gert vegna kirkjunnar, er ekki þótti mega við
svo mikilli bruðlun, og svo vegna bænda, er oft fengu
allþungar búsifjar af betlarasæg þeim, er jafnan safnaðist
að Guðmundi. Urðu höfðingjar því vinsælir fyrir af ýms-
um efnaðri mönnum. En á hinn bóginn er alþýðan öll,
sem tignaði Guðmund, ekki aðeins vegna gjafmildinnar,
heldur og fyrir guðrækni hans og dýrlega náðargáfu til
kraftaverka. Fær hann nú bráðlega kenningarnafn sitt,
»hinn góði«, en þó er ekki hægt að segja með vissu, hve-
nær það nafn hefir tekið að festast við hann.
III.
Eg held að mörgum sé gjarnt, að hugsa sér Guðmund
biskup Arason eins og hálfgerðan karlbjálfa, vesaldarlegan
1) Ari Þorgeirsson féll i orustunni á Hyðjökli 1167, þar sem hann varði Erling
jarl. Heimskr. Kbh. 1911, bls. 636; Fornms. VII, 317; Bisk. I, 414, 416.