Eimreiðin - 01.05.1921, Qupperneq 51
eimreiðin:
GUÐMUNDUR BISKUP GÓÐI
179
var, en Páll biskup hafði gefið Jónia1 *). Jón hefirívitað
vel, hvað Guðmundi mundi best koma, og má því tals-
vert af þessu ráða. Pegar Guðmundur vildi bjarga undan
þeim Sigurði og Kolbeini, bannsettum mönnum, því dýr-
mætasta af staðnum á Möðruvöllum, tók hann þaðan
»skrín og helga dóma og bækur nokkrar«s). Og loks er
þess getið, að skömmu fyrir andlát sitt hafi hann »skift
bókum með klerkum sínum«s). Kemur þar fram hinsti
vilji bókamannsins, að láta ekki skeika að sköpuðu um,
hvað af bókum hans yrði að honum látnum. Hann mun
því að sjálfsögðu hafa verið vel lærður. Sagan getur um
það, að ein aðal-iðja hans hafi verið »að kenna og rita«4).
Ekki er það þó kunnugt, að neitt ritverk liggi eftir hann,
en ómögulegt er að segja um það með vissu. En um
kenslu hans er fieira sagt, og komu ýmsir til hans pilt-
um, sem læra áttu til prests5). Hann reyndi og, mitt í
róstunum, að halda skóla á stólnum, og sýnir það áhuga.
Var Pórður ufsi þar skólameistariB). En heldur varð sú
tilraun endaslepp, því að Arnór Tnmason rak biskup af
stólnum von bráðar, eins og siður var þeirra norðlensku
höfðingjanna við Guðmund biskup, og þá rak hann einn-
ig alla brott úr skólanum, og sýnist það nokkuð hrana-
lega að farið7).
Pá má sjá þess ljósan vott, að hann hefir þótt hinn
dýrðlegasti kennimaður. Hvað eftir annað er það rómað,
hve ágætar tölur hann flutti á helgum dögum í kirkj-
um8), og hann áorkaði miklu um það, að helgi Jóns
biskups var upp tekin, með tölu sinni í lögréttu9). En þó
að hann hafi eftir þessu verið, eða þótt, mælskur maður,
þá bar þó hitt frá, hve forkunnar vel hann söng tíðir
sínar. Er sagan full af dæmum um það. Pegar helgur
dómur Porláks biskups var upp tekinn, »setti Páll biskup
Guðmund prest Arason næst þeim biskupunum að allri
sýslu«, og sýnir það að Guðmundur þótti þá í fremstu
klerka röð. Síðan bætir sagan við: »og Guðmundur prest-
ur réð mestu hvað sungið var, þá er heilagur dómurinn
1) Bisk. I, 463. 2) Bisk. I, 493. 3) Bisk. I, 585. 4) Bisk. I, 431. 5) Bisk. II, 14.
«) Bisk. I, 598. 7) Bisk. 11, 106, 8) Bisk. 1, 465, 478’ 9) Bisk. 1, 460.