Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 52
180
GUÐMUNDUR BISKUP GOÐI
[EIMREIÐIN
var upp tekinna'). Skýrasta dæmið er þó sagan sú, sem
nú skal nefna, því að hún sýnir, að það var ekki að eins
alþýðan, sem dáði messusöng Guðmundar, heldur einnig
ágætustu klerkar landsins, sem viða höfðu farið, og gátu
um dæmt. »Þá nótt«, segir sagan, »er hann (þ. e. Guð-
mundur) var þar kominn (að Skálholti), andaðist Ketil-
björg nunna, og lét Páll biskup Guðmund prest syngja
fyrir líksöng yfir líki hennar; en biskup stóð yfir meðan
og Gizur Hallsson, og varð sú þjónusta svo merkileg, að
Gizur vottaði því í tölu sinni yfir gröfinni, að þeir þóttust
eigi slíkan líksöng hej'rt hafa, og virðu þeir henni til
heilagleiks, er henni skyldi slíks auðið verða«2). Má fyr
vera en svo djúpt sé í tekið með árinni. Verður að álíta,
að hann muni hafa verið frábær raddmaður og smekk-
maður á söng, og þá hefir ekki vantað alvöruna og hrifn-
inguna fyrir hinu heilaga messuembætti. Enda leið ekki á
löngu áður tákn og stórmerki færu að gerast í messunni
hjá honum.
Hugmyndina þá um Guðmund Arason, að hann hafi verið
peysulegur karlbjálfi og lítilsigldur, er oss því óhætt að
leggja á hylluna, en hugsa oss í þess stað þrekvaxinn
mann og glaðlegan í yfirbragði og viðmóti, vel lærðan og
ágætan söngmann; yfirleilt glæsilegan prest og auk þess
svo áhugasaman, að hann verður ungur að aldri dýr-
lingsefni. Enda má vita, að hann hefði ekki að öðrum
kosti þótt svo að segja sjálfkjörinn til biskups að Hólum,
því að ekki hjálpaði honum auður eða eigin framdráttur
né valdalöngun.
Ymsir munu svara, að það hafi verið Kolbeinn Tuma-
son, sem kom honum á biskupstólinn. Gott og vel. Pað
er gamla skoðunin, að Kolbeinn hafi gert hann að bisk-
upi, af þvi að hann hafi talið hann svö mikið rolumenni,
að hann mundi geta haft hann í vasanum, en sú skoðun
styðst ekki við neitt nema misskilning. Kolbeinn hefði þá
valið einhvern annan en þann, sem hann vissi jafn fastan
á sínu máli og þráan eins og Guðmund, því Kolbeinn
Tumason var vitur maður. Auk þess var Guðmundur val-
1) Bisk. 1, 455. 2) Bisk. 1, 466.