Eimreiðin - 01.05.1921, Page 53
EIMREIÐINI
GUÐMUNDUR BISKUP GÓÐI
181
inn af fjölda manns, og staðfestu þeir kosninguna siðar,
og þegar kosningunni var skotið undir þá bræður, Pál
biskup og Sæmund, lögðu þeir samþykki sitt á hana. En
hitt er satt, að Kolbeinn, eða þó öllu heldur þorvarður
gamli Porgeirsson, tengdafaðir hans, en föðurbróðir Guð-
mundar, — hafa án efa báðir stutt kosningu Guðmundar,
og vænt sér af því styrks og valdaauka, vegna skyldleika
og tengda við Guðmund. Sýnir samtal þeirra frænda,
Guðmundar og Þorvarðs, sem áður er á minst, að Por-
varður muni hafa verið mikill hvatamaður þessa máls,
IV.
En þetta, sem nú hefir nefnt verið, var aðeins önnur
hliðin á Guðmundi, sú hliðin, sem átti sér þá og hafði
jafnan átt ýmsar hliðstæður. Hann var þar eins og aðrir
og þó framarlega. En svo kemur hin hliðin á honum,
þar sem hann tók sig úr og var sérstakur, og það er
þetta, sem hefir gert hann frægastan. Það var það sem
réð örlögum hans, aflaði honum hvorstveggja: aðdáunar
og andstöðu.
Petta kemur meðal annars fram i því, að hann lagði
miklu ríkari áherslu á sumt, en þekst hafði áður hér á
landi. Hér sem annarsstaðar voru t. d. helgir dómar, bæði
bein helgra manna og annað slíkt, haft í heiðri og þótti
dýrmæt eign og nauðsynleg. En Guðmundur hafði slíka
helga dóma í miklu meiri hávegum og notaði þá miklu
meira en þekst hafði áður. Sagan segir frá þvi, og það
má sjá, að það þótti einstakt, að þegar Guðmundur var
prestur á Völlum í Svarfaðardal, þá lét hann meun á há-
tiðum og helgum dögum kyssa á bein heilagra manna.
Þorsteinn Praslaugarson hefir vafalaust komið fram fyrir
hönd margra þegar hann vildi sporna við þessu, og þótti
það nýjung. En hann gerði það nokkuð ógætilega þegar
hann lést ekki vita hvort þetta væru heilagra manna
bein eða hrossabein. Úr þessu varð rimma mikil milli
þeirra, hans og Guðmundar, svo að Brandur biskup varð
að skerast í leikinn, en það má sjá skína í gegn, að enda
þótt Brandur biskup hlyti að vera Guðmundar megin