Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1921, Page 56

Eimreiðin - 01.05.1921, Page 56
184 GUÐMUNDUR BISKUP GÓÐI [EIMREIÐIN boði Árna biskupsct1). Líklega er það Árni biskup Helga- son, sem hér er átt við (1304—1320). Hann var stjórn- samur og stiltur kirkjuhöfðingi, og heflr þótt dálætið á »biskupsvatninu« halda við vanstilli, og talið nær að menn leituðu með vandkvæði sín beint til kirkjunnar heldur en setja slíkt oftraust á vatn Guðmundar biskups. Hér sjáum vér því skýrt dæmi þeirrar mótspyrnu, sem hefir fengið höfund miðsögunnar til þess að semja varnar- ræðurnar fyrir Guðmund og leggja þær honum í munn, en erkibiskup samþykkja alt. Og þessi flokkur sigraði. Helgi Guðmundar og dálæti almennings á honum var al- veg óviðráðanlegt, og líklega hefir margt af því, sem frá Guðmundi var komið, verið meðal þess, sem lífseigast var fyrir siðaskiftunum, þremur öldum síðar. þá mætti nefna ölmusugæði Guðmundar, sem fóru lang- an veg fram úr öllu, sem þekst hafði áður hér á landi. V. Vér höfum nú séð, að ýmislegt af þvi, sem tíðkað hafði verið hér á landi, komst á miklu hærra stig hjá Guð- mundi en áður hafði þekst, og fékk svo að segja nýja þýðingu, og mætti nefna hér fleiri dæmi um það ef rúm leyfði og þörf væri. En nú verður loks að minnast á það, sem var hans eigin eign, ef svo mætti segja, og var að nokkru leyti undirstaða frægðar hans og þeirrar trúar, sem á honum var, en það var dulargáfa hans. Það leið ekki á löngu áður ýmislegt kynlegt þótti fara að gerast umhverfis Guðmund, einkum við messuembættið, er þótti sýna, að guð væri í verki með honum umfram aðra menn. Eitt sinn, er guðspjalii var lokið og hann sneri sér fram og tónaði Dominus vobiscum (Drottinn sé með yður), »sá kona ein skynsöm, að eldur fór úr munni honum í loft upp, mikiu bjartari en hún hafði séð slíkan fyr«. Kom mönnum saman um að mundi verið hafa »heilags anda eldur«2). Önnur kona sá ljós mikið, svo mikið sem sólargeisli væri, koma yfir Guðmund, er hann söng messu3). Einu sinni sást líka Ijósbjarmi yfir hvílu 1) Bisk. I, 612. 2) Bisk. I, 435. 3) Bisk. I, 460.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.