Eimreiðin - 01.05.1921, Síða 56
184
GUÐMUNDUR BISKUP GÓÐI
[EIMREIÐIN
boði Árna biskupsct1). Líklega er það Árni biskup Helga-
son, sem hér er átt við (1304—1320). Hann var stjórn-
samur og stiltur kirkjuhöfðingi, og heflr þótt dálætið á
»biskupsvatninu« halda við vanstilli, og talið nær að
menn leituðu með vandkvæði sín beint til kirkjunnar
heldur en setja slíkt oftraust á vatn Guðmundar biskups.
Hér sjáum vér því skýrt dæmi þeirrar mótspyrnu, sem
hefir fengið höfund miðsögunnar til þess að semja varnar-
ræðurnar fyrir Guðmund og leggja þær honum í munn,
en erkibiskup samþykkja alt. Og þessi flokkur sigraði.
Helgi Guðmundar og dálæti almennings á honum var al-
veg óviðráðanlegt, og líklega hefir margt af því, sem frá
Guðmundi var komið, verið meðal þess, sem lífseigast
var fyrir siðaskiftunum, þremur öldum síðar.
þá mætti nefna ölmusugæði Guðmundar, sem fóru lang-
an veg fram úr öllu, sem þekst hafði áður hér á landi.
V.
Vér höfum nú séð, að ýmislegt af þvi, sem tíðkað hafði
verið hér á landi, komst á miklu hærra stig hjá Guð-
mundi en áður hafði þekst, og fékk svo að segja nýja
þýðingu, og mætti nefna hér fleiri dæmi um það ef rúm
leyfði og þörf væri. En nú verður loks að minnast á það,
sem var hans eigin eign, ef svo mætti segja, og var að
nokkru leyti undirstaða frægðar hans og þeirrar trúar,
sem á honum var, en það var dulargáfa hans.
Það leið ekki á löngu áður ýmislegt kynlegt þótti fara
að gerast umhverfis Guðmund, einkum við messuembættið,
er þótti sýna, að guð væri í verki með honum umfram
aðra menn. Eitt sinn, er guðspjalii var lokið og hann
sneri sér fram og tónaði Dominus vobiscum (Drottinn sé
með yður), »sá kona ein skynsöm, að eldur fór úr munni
honum í loft upp, mikiu bjartari en hún hafði séð slíkan
fyr«. Kom mönnum saman um að mundi verið hafa
»heilags anda eldur«2). Önnur kona sá ljós mikið, svo
mikið sem sólargeisli væri, koma yfir Guðmund, er hann
söng messu3). Einu sinni sást líka Ijósbjarmi yfir hvílu
1) Bisk. I, 612. 2) Bisk. I, 435. 3) Bisk. I, 460.