Eimreiðin - 01.05.1921, Síða 63
EIMREIÐIN]
GUÐMUNDUR BISKUP GÓÐI
191
er skilja mátti á þann veg bjá Guðmundi, til þess að þvi
væri á lofti haldið til marks um það, hve bænheitur hann
hefði verið.
Að lokum vil eg minna á eina sögu af Guðmundi biskupi,
af þvi að mér finst hún svo falleg. Eg skal ekkert um
það segja hvað mikið er satt í henni. Hún er helgisögu-
kend, en hún geymir einn mikilsverðan sannleik samt,
því að hún sýnir hvernig mynd sú var af Guðmundi,
sem geymdist i brjóstum trúaðs almennings.
Til þess að skHja söguna verðum vér að hafa í huga,
að Kolbeinn Tumason, sem reyndist biskupi svo þungur
i skauti, var eitt ágætasta skáld sinnar tíðar og einlægur
trúmaður, og orkti um heilaga menn, en einkum þó um
heilaga guðs móður, Maríu. Ljóð hans eru nálega öli
glötuð og týnd, en erindi nokkur, sem hann á að hafa
orkt rétt fyrir dauða sinn: »Heyr þú himna smiður«, eru
aðdáanlegt meistaraverk að innileika og skáldlegri fegurð.
Kolbeinn var, eins og áður er sagt, kvæntur Gyðríði Por-
varðsdóttur, en þau voru bræðrabörn hún og Guðmundur
biskup. — Sagan er svona, orðrétt1):
»Þar var ávait hin mesta blíða með þeim biskupi og
henni (þ. e. Gyðríði), hversu sem með þeim Kolbeini var
og biskupi; og alt bætti hún um með þeim, það er hún
mátti.
Gyðriður spurði biskup einu sinni, er þau töluðu marga
hluti með sér: »Hvað ætlar þú, frændi, hvort María drotn-
ing launi Kolbeini nokkuð í þessum heimi fyrir það, er
hann kveður um jartegnir hennar og dýrðir?«
Biskup svarar: »Víst mun hún launa honum, þá er
hann þarf mest«.
»Nær mun það, er hann þarf mest?« segir hún.
Biskup mælti: »Hvenær ætlar þú að hann þurfi mest?«
Hún svarar: »Það vildi eg að María veitti honum fyrst
hér í heimi, að hann gerði aldrei í móti þér«.
Guðmundur biskup mælti: »Létt mun honum það falla,
er hann gerir í móti mér, ef eg skal ráða«.
1) Bisk. 1, 569.