Eimreiðin - 01.05.1921, Síða 69
EIMREIÐIN]
SONGVATREGI
197
komið fyrir börn og unglinga, sem engrar jarðneskrar
æsku hafa að sakna, sem fyrir fullorðna og roskna menn.
Mér virðist, að hið leyndardómsfulla seiðmagn sönglist-
arinnar hljóti að standa í sambandi við aðrar ráðgátur
veraldarinnar og tilverugátuna yfirleitt. Eg ætla að eins
að nefna lauslega eitt dæmi.
Þótt undarlegt sé, hefir mér oft fundizt nokkur líking
vera með sönglist og stærðfræði. Almenningur lítur svo á,
að stærðfræðin sé einna jarðneskust allra vísindagreina,
ef svo má að orði kveða, og algerlega laus við alt dular-
fult. En sannleikurinn er sá, að hin æðri stærðfræði kvað
vera mjög dularfull — svo dularfull, að stærðfræðingarnir
skilja oft í raun og sanni ekkert í henni, en þó er hún
að eins rökrétt framhald setninga, sem virðast oss með-
fæddar og hver maður þykist skilja. Fáir munu geta gert
sér nokkra hugmynd um hringpunkta, hugarflug stærð-
fræðinganna inn í fjórðu víddina, að fjórða víddin sé
sama sem tíminn sinnum \ — 1 og fleira þvílíkt, og þó
er þetta alt alkunnugt í stærðfræðinni. Frá hinu skiljan-
lega liggur vegurinn rakinn til hins óskiljanlega, frá hinu
skynsamlega (rationale) tii þess, sem liggur fyrir utan
skynsemina (irrationale), eða sennilega fyrir ofan hana
(superrationale). Utan um anda vorn liggur hár garður
takmarkana, en það er í einu aðalsmerki vort og dýr-
mætasta hnoss, að vér höfum hugmynd um, að eitthvað
sé til fyrir utan garðinn, og þykjumst jafnvel geta grilt
þar í víð lönd og voldug höf. Slíkar hillingar hygg eg að
felist til dæmis í dulargátum stærðfræðinnar og draum-
fegurð sönglistarinnar. En augu vor ná skamt, og enn þá
hefir enginn smíðað neinn sjónauka, sem skýri að nokk-
urum mun sjón vora inn á þau undralönd. En ef vér
erum þaðan ættaðir, verður oss skiljanlegri söknuður sá
og þrá, sem grípur oss, er vér heyrum ómana þaðan, og
rekur oss frá einni ráðgátunni til annarrar, eins og fugl,
sem lemur vængjunum í búrið og leitar hvarvetna útgöngu,
tryltur af logandi þrá eftir glötuðu frjálsræði, sól og sumri.
Og einn ómurinn í samhljóm þessarrar þrár er söngva-
treginn. Jakob Jóh. Smári.