Eimreiðin - 01.05.1921, Page 71
EIMREIÐINl
SYKURPLONTUR
199
eitthvað fyrir sig að leggja þegar dýrtíð ber að höndum.
Þegar veðrið er gott vinna þær því meira en þær þurfa á
að halda í svipinn Það sykur breytist í mjölvi, sem af-
gangs verður. Er það kallað forðanæring. Forðanæringin
breytist aftur í sykur þegar jurtin fer að neyta hennar.
Mjölvi sem forðanæring er algengt, og þarf ekki annað en
benda á aldin korntegundanna og kartöfluna. En forða-
næringin getur einnig verið sykur. Safnast þá saman syk-
urforði í einhvern hluta jurtarinnar, venjulegast rót eða
stöngul. Þær plöntur köllum vjer sykurplöntur, er safna
sykurforða. Einkum á þetta nafn þó við þær plöntur, sem
hafa svo mikinn sykurforða að sykurvinsla í stórum stíl
er möguleg.
Helstu sykurplöntur jarðarinnar eru sykurreyrinn og sj'k-
urrófan. Sykurreyr hefir verið ræktaður í hitabeltinu frá
ómunatíð. Mjög skamt er síðan farið var að rækta sykur-
rófuna í stórum stíl, en nú er hún önnur helsta sykurteg-
und jarðarinnar. Hún vex í meðalbeltunum. Hún er aðal-
lega ræktuð í Evrópu og Norður-Ameríku. Hinar sykur-
plönturnar hafa miklu minni útbreiðslu og eru aðeins not-
aðar til sykurvinslu á takmörkuðum svæðum. Meðal þeirra
má telja í hitabeltinu ýmsar pálmategundir t. a. m. sykur-
pálmann, döðlupálmategund, kokospálma, Palmýrapálma
o. fl. Þá er og sykurhlynurinn í Norður-Ameríku alkunn-
ur sykurgjafi. Sumstaðar er afbrigði af mais haft til syk-
urgerðar og sömuleiðis durrategundir.
Sykurvinsla er miklu meiri í heiminum nú á dögum
en fyrrum. Um miðja síðustu öld var markaðssykur 1V*
miljón smálesta alls. Þaraf var l1/* miljón smál. unnið
úr sykurreyr og V* miljón smál. úr sykurrófum. Árið
1913—14 var framleitt alls í heiminum 8 miljónir smá-
lesta af rófnasykri og 9'/4 milj. af reyrsykri. 1918—19 var
framleiðslan 41/* miljónir smálesta af rófnasykri og 12 milj.
smál. af reyrsykri (þ. e. sykri úr sykurreyr). Á þessum ár-
um hefir því reyrsykurframleiðslan vaxið en rófnaræktinni
farið aftur, og stafar það efalaust af ófriðnum. Sykurrófna-
ræktin er einkum í Evrópu og mest hefir kveðið að henni
í þeim löndum, sem harðast hafa orðið úti í ófriðnum.