Eimreiðin - 01.05.1921, Page 84
212
[EIMREIÐIN
Esja og Esjuberg.
1 formálanum fyrir hinni nýju útgáfu af Kjalnesinga-
sögu segir meðal annars:
»Nafnið Esja er að öllum likindum búið til af höfundi
sögunnar, þvi að Esjuberg mun eigi vera dregið af manns-
nafni«.
þetta mun vera rétt til getið. Sagan er að mestu leyti til-
búningur, Esja sögunnar hefir aldrei til verið. Örlygur, bræðr-
ungur Helga bjólu, var, eins og þeir frændur, ættaður úr
Noregi; með honum munu nöfnin Esja og Esjuberg hafa
borist út hingað.
En er þá nokkur sá steinn eða berg í Noregi, er nefn-
ist þessum nöfnum?
loar Aasen og margir fleiri, sem bókað hafa bygðamálið
norska, tilfæra bæði orðin og mörg önnur, sem af þeim
eru mynduð.
Esja er nafn á norskri steintegund, en er þó eigi all-
staðar haft um sömu steintegundina. Pað er þá i fyrsta
lagi haft um hinn svonefnda tálgustein (telgjestein) eða
poeljustein (klebberstein, steatites cretaceus, soapstone á
ensku). Hann er algengur i Noregi (í Valdresi, Gudbrands-
dal, Friðrikshaldi og Þrændalögum; dómkirkjan í Þránd-
heimi er nærri eingöngu bygð úr þeim steini). Þessi
steinn er grágrænn að lit og mjúkur mjög, svo að hann
má tálga til með hníf og skera út (veikstein eða Vegsten,
blaute-grjot); hann er og þvalur átöku (líkt og sápa);
hann stenst bæði eld og sýrur og áhrif lofts; hann er al-
mennast hafður í ofnpípur og blásturspipur i smiðjum;
fyrrum var hann hafður í krukkur til að geyma í brend
lfk, suðuker, skálar, bökunarofna, eldstór og aðra hús-
muni; útskorinn tálgusteinn er og hafður til skrauts á
ýmsum byggingum og vel þykir hann fallinn í höfuð á
súlur; tálgusteins-nám er ein iðnaðargrein Norðmanna, og
jafnframt vinna þeir úr honum áðurnefnda hluti. Nú er
hann mjög hafður í nýbyggingar í Kristjaniu.