Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1921, Page 90

Eimreiðin - 01.05.1921, Page 90
218 HKIMILISIÐNAÐUR [EIMREIÐItf heimilisiðnað og vér og höfðu haft frá því sögur hófust, en hvervetna hefir forni heimilisiðnaðurinn horfið að meira eða minna leyti. Hann hefir illa þolað samkepnina við verksmiðjurnar. Þó fer því fjarri að hann hafi lagst niður erlendis. Bæði hefir ýms forn heimilisiðnaður staðist alla samkepni og nýr risið upp. Hve stórfenglegur hann er enn i raun og veru má sjá t. d. i hinni ágætu bók Krapotkins: Störf hugar og handar (Hándens og Hjærnens Arbejder). Eg held að útlendur varningur hafi gengið meira í augu vor en flestra annara, að villiþjóðum fráskildum1). Ýmislegt bendir til þess að bæði sé heimilisiðnaðurinn réttmætur og að framtíðarhorfur hans séu allgóðar, þrátt fyrir allar vélar og vinnuskiftingu, en áður en eg reyni að gera grein fyrir þessu vil eg taka það fram að sá heimilisiðnaður, sem eg á einkum við, lýtur að nauðsynjastörfum og Qár- afla eins og hver annar atvinnuvegur, en upp úr heimilis- iðnaði, sem ekki borgar sig og gefur eitthvað í aðra hönd, svo sem er um flest heklið og útsauminn, er ekki mjög mikið leggjandi. Eg vil þá fyrst benda á að heimilisiðnaðurinn stendur að einu leyti betur að vígi, en jafnvel hin fullkomnasta af verksmiðjum vorra daga. Það er svo ætíð í sveitum að nokkurn hluta ársins er lími afgangs frá venjulegum heimilisstörfum og sama má að visu segja um sjáfarpláss vor og kauptún. Sá sem notar þennan afgangstíma til ein- hvers nytsams starfs t. d. til þess að búa til prjónles græðir nálega alt það, sem fæst fyrir varninginn að efninu frá dregnu sem í hann fór. Verksmiðjan verður hinsvegar að kaupa dýrt vinnuafl, kosta til dýrra bygginga, véla og hreyfiafls, verður að borga heildsölum og smákaupmönn- um mjög dýr sölulaun. Að þessu leyti var það lærdómsríkt að sjá tóskaparheimilin i Eyjafirði, sem unnu prjónles til útflutnings. Ungir og gamlir, allir sem bókstaflega gátu vetlingi valdið, sátu allan veturinn og prjónuðu sokka og sjóvetlinga í höndunum. Mér var sagt að dagkaupið við 1) Pað liefir farið líkt fyrir oss og Persum, sem Rask sagði að sumu lika oss. Peim finst fátt um hin heimsfrægu persnesku teppi, sem par eru unnin, en dást að bómullarklútum og verksmiðju-glysi Evrópuþjóðanna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.