Eimreiðin - 01.05.1921, Page 94
222
HEIMILISIÐNAÐUR
[EIMREIÐIN
sem risið hefir upp á síðari árum. Það voru einmitt stóru
verksmiðjurnar sem sköpuðu hann að nokkru leyti. Öll
hin margbreytta vinnuskifting í verksmiðjunum leiddi til
þess, að allskonar smávélar voru gerðar til þess að smiða
ýmsa vélarparta eða vinna einhver sérstök verk. Verka-
mennirnir sáu fljótt að þeim var ekki ofvaxið að eignast
slíkar vélar, líkt og heimili kaupa saumavéiar, skilvindur,
prjónavélar og þvíl. og að þeir gátu fult svo vel unnið
verkið í heimahúsum. Þeir tóku þvi að smíða alt sem
ekki var þeim ofvaxið í beimahúsum og seldu verksmiðju-
eigendunum muni þá sem þeir bjuggu til. Hér var því að
ræða um þá fullkomnustu skifting vinnunnar sem kostur
var á og fullkomnustu vélar í hverri grein. Verksmiðjan
gat ekki unnið verkið að neinu leyti á auðveldari eða
ódýrari hátt. Með líku fyrirkomulagi er úrsmiði sviss-
neskra og frakkneskra bænda. Heil héruð vinna að úr-
smiði allan veturinn, en sveitabúskap að sumrinu. Hver
maður á sína litlu sérvél til þess að smíða t. d. vissa
tegund úrhjóla og þó ekki nema að nokkru leyti. Ganga
svo hjólin frá einum bónda til annars og gerir hver sitt
viðvik með sínum tækjum þar til hjólin ganga fullsmíðuð
í þúsundatali til stórkaupmanna, svo ódýr að undrun
sætir og hefir þó hver fengið sæmileg daglaun fyrir sína
vinnu. Á sama hátt eru smíðuð ógrynnin öll af skærum,
rakhnífum, vasahnifum o. þvíl., alt með geysihraða og
fyrir jafnlágt verð og nokkur verksmiðja getur boðið, en
hver hlutur gengur milli margra og hvert handtak er
unnið með þeim fullkomnustu áhöldum sem til eru. í
mörgum greinum getur þvi þroskaður heimilisiðnaður felt
verksmiðjurnar á þeirra eigin bragði: fullkomnum vélum
og vinnuskiftingu. Það er einmitt þetta sem sérstaklega
einkennir nýja heimilisiðnaðinn.
En hvernig getum vér þá kent fókinu hér nýjar vinnu-
aðferðir, útvegað þvi ágæt áhöid, kent því að auka svo
vinnuhraðann að varningurinn verði mjög ódýr án þess
að kaupið verði óhæfilega lágt? Þetta er lítt kleift hverjum
einstökum en heimilisiðnaðarfélögunum á ekki að vera
það ofvaxið. Þetta er eitt af þeim helstu verkefnum sem