Eimreiðin - 01.05.1921, Page 101
EIJJREIÐINI
HANNES STUTTI
229
fram úr ykkur. Stendur hún nokkursstaðar í hljóðstaf?
Mér er spurn, og þá er hún enginn skáldskapur«. »Ertu þetta
bestur að þér, Hannes minn. Pú veist þá ekki af öðrum
skáldskap en ferskeytlum og hringhendum og þykist vera
skáld«. Karlinn lætur nú kambana síga á gólfið, stendur
upp og gengur um gólf með vígahug. þá þykist Ólafur
verða lafhræddur og segir: »Eg vildi eg hefði ekki gert
þetta, að styggja skáldið. Guð hjálpi mér!« »Á auminginn!
Gastu yðrast? Það fór betur«. Þá stendur Ólafur upp, og
skellir saman lófunum og segir: »Þú heldur auminginn,
að eg hræðist þig, stutturinn þinn, sjáðu þessar lúkur«.
»Já, hvað um það«, segir Hannes, »viltu koma í eina
bröndótta?« »Ónei«, segir Ólafur, »eg kannske dettiff. »Þú
svona stór og sterkur«, segir Hannes, »en ekki veit eg hvað
fimur þú ert«. »Ekki að glíma inni«, segir frú Schjöth.
»Nei«, segir Ólafur, »við gerum það úti eins og hetjurnar
gömlu«. »Nú, jæja«, segir Hannes, »hvar eigum við að vera?«
»Nóg er flötin«, segir Ólafur, og úl fara þeir, við á eftir
og frú Schjöth líka þó gömul væri (yfir sjötugt). Nú byrjar
Hannes að hnippa honum til og frá, en Ólafur dettur
samt ekki. »Hver andsk.« segir Hannes. »Þetta hefir aldrei
skeð hjá mér, detturðu ekki?« »Eg veit nú ekki«, segir
Ólafur, og í því þrífur hann karlinn í bóndabeygju og segir:
»Nú er hann orðinn stuttur« en við ætluðum að springa
af hlátri. Svo slepti hann karli, en lést ekkert geta til að
sýna mont hans. Karl varð sneyptur, fór inn og sagðist
vilja hátta. »Borðaðu fyrst« segir Ólafur, og fór karl þá
burtu.
Ólafur þessi — faðir Magnúsar ljósmyndara — var í
mörg ár hér f lyfjabúð Möllers í St.hólmi. Sem merki þess,
hve gáfaður og vandaður sá maður var, get eg þess, að eitt
haust þurfti Möller að sigla til Khafnar; var þá dr. Hjalta-
lín landlæknir staddur hér og biður Möller hann um far-
arleyfi. Landlæknir kvað nei við því, nema hann hefði
færan mann í lyfjabúðina. Möller biður hann þá að yfir-
heyra ólaf í þeirri grein. Það gerði hann og eg man það,
eins og það væri í gær, að Hjaltalín sagði við okkur að
því loknu: »Jú, Möller má fara, Ólafur þessi er fær um