Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1921, Page 103

Eimreiðin - 01.05.1921, Page 103
EIMREIÐIN] RÓMANTÍK 231 finnið, að stólar, borð, legubekkir, veggskraut, speglarnir, hurðirnar, lásarnir, alt, stórt og smátt, hefir sama svip, myndar einingu, sem er frábrugðin einingunni í næsta herbergi. — Þótt ræningi hefði verið þar á ferð og gert þar usla og flutt munina úr einu herberginu í annað, látið barok-spegil i renessanse-stofu eða rokoko-stól hjá empire-legubekk, — þá mynduð þið undir eins og ósjálf- rátt finna á ykkur, að hér væri ekki alt með feldu, að bér hefði lífrænt samhengi verið rofið. Þið sjáið þetta ef til vill greinilegast, þegar mununum er raðað þannig innan fjögurra veggja, en það á undan- tekningarlaust við allar þær þúsundir gripa, sem eru í safninu; vasaúr, neftóbaksdósir, postulínskrukkur, hurðar- lamir, föt — hvað sem þið takið, þá hefir hver hlutur sinn svip, sína sérstöku eiginleika, sem merkja hann greinilega inn i vissan flokk, sem er ólíkur öllum öðrum flokkum. Hvað það er, sem veldur þessum mismun í raun og veru — hvað er sú eiginlega ástæða til þess, að mönnum geðjast stundum bezt að beinum línum, stundum að bog- línum eða öldulfnum; að þeim þykir stundum bezt að sitja teinréttir í óþægilegum, bakháum stól, en kjósa stundum heldur að láta fara vel um sig innan um bús- gögn, sem leyfa að fleygja sér eins og hverjum þykir þægilegast — úr því er ekki auðvelt að skera, og það þyrfti að minsta kosti í hverju sérstöku tilfelli nákvæmrar rannsóknar við, sem getur ekki verið umtalsmál á þess- um stað. En þegar við lítum á rás sögunnar, tökum við strax eftir þvi, að hver heildarsvipur út af fyrir sig er tíma- bundinn — að hann kemur upp, þroskast, úrkynjast og þokar fyrir öðrum innan nokkurn veginn ákveðinnar ára- tölu, svo að fróður maður getur oftast nær sagt til um aldur stóla, bolla og glasa o. þvíuml., án þess að skakki meira en 10 eða 15 árum. Það má segja, að hver ættliður hafi sinn smekk. Og það á ekki einungis við þá gripi, sem geymdir eru í List- iðnaðarsafninu, — það á við allar afurðir mannlegrar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.