Eimreiðin - 01.05.1921, Qupperneq 103
EIMREIÐIN]
RÓMANTÍK
231
finnið, að stólar, borð, legubekkir, veggskraut, speglarnir,
hurðirnar, lásarnir, alt, stórt og smátt, hefir sama svip,
myndar einingu, sem er frábrugðin einingunni í næsta
herbergi. — Þótt ræningi hefði verið þar á ferð og gert
þar usla og flutt munina úr einu herberginu í annað,
látið barok-spegil i renessanse-stofu eða rokoko-stól hjá
empire-legubekk, — þá mynduð þið undir eins og ósjálf-
rátt finna á ykkur, að hér væri ekki alt með feldu, að
bér hefði lífrænt samhengi verið rofið.
Þið sjáið þetta ef til vill greinilegast, þegar mununum
er raðað þannig innan fjögurra veggja, en það á undan-
tekningarlaust við allar þær þúsundir gripa, sem eru í
safninu; vasaúr, neftóbaksdósir, postulínskrukkur, hurðar-
lamir, föt — hvað sem þið takið, þá hefir hver hlutur
sinn svip, sína sérstöku eiginleika, sem merkja hann
greinilega inn i vissan flokk, sem er ólíkur öllum öðrum
flokkum.
Hvað það er, sem veldur þessum mismun í raun og
veru — hvað er sú eiginlega ástæða til þess, að mönnum
geðjast stundum bezt að beinum línum, stundum að bog-
línum eða öldulfnum; að þeim þykir stundum bezt að
sitja teinréttir í óþægilegum, bakháum stól, en kjósa
stundum heldur að láta fara vel um sig innan um bús-
gögn, sem leyfa að fleygja sér eins og hverjum þykir
þægilegast — úr því er ekki auðvelt að skera, og það
þyrfti að minsta kosti í hverju sérstöku tilfelli nákvæmrar
rannsóknar við, sem getur ekki verið umtalsmál á þess-
um stað.
En þegar við lítum á rás sögunnar, tökum við strax
eftir þvi, að hver heildarsvipur út af fyrir sig er tíma-
bundinn — að hann kemur upp, þroskast, úrkynjast og
þokar fyrir öðrum innan nokkurn veginn ákveðinnar ára-
tölu, svo að fróður maður getur oftast nær sagt til um
aldur stóla, bolla og glasa o. þvíuml., án þess að skakki
meira en 10 eða 15 árum.
Það má segja, að hver ættliður hafi sinn smekk. Og
það á ekki einungis við þá gripi, sem geymdir eru í List-
iðnaðarsafninu, — það á við allar afurðir mannlegrar