Eimreiðin - 01.05.1921, Síða 107
EIMREIÐIN’)
RÓMANTÍK
235
reiða sig; þeir trúðu á skilyrðislaust gildi mannlegs þekk-
ingar-hæfileika; þeir voru með öðrum orðum kreddufastir
(dogmatikere). En gagnrýnin var þó þegar farin að vakna
— og spyrja. Menn spurðu hér um bil á þessa leið: Til
vitundar okkar kemur ótal skynjana, sem sameinast í
myndir eða hugmyndir; af því ályktum við, að heimur
sé til fyrir utan okkur, veruleiki, sem samsvari myndum
vitundar okkar. En höfum við rétt til slíkra ályktana;
getum við treyst því, að hugmyndir okkar blekki okkur
ekki? Verið getur, að i raun og veru sé alls enginn veru-
leiki til, er samsvari hugmyndum okkar.
Og ennfremur — við látum okkur ekki nægja það, að
taka við áhrifum og skapa hugmyndir, heldur förum við
að hugsa um þær, það er að segja, við röðum þeim og
flokkum þær með skynsemi okkar, við greinum þær
sundur eða tengjum þær saman í keðju orsaka og afleið-
inga. En höfum við rétt til þessa, — höfum við nokkra
tryggingu fyrir því, að orsaka-lögmálið sé nokkuð annað
en mannlegur heilaspuni? Hvernig getum við vitað, að
orsakasamband það, sem við eignum hlutunum, eigi sér
nokkurn stað utan hugsunar okkar?
Slíkar spurningar höfðu hinir gömlu kerfasmiðir yfir-
leitt ekki lagt fyrir sjálfa sig; þeir höfðu treyst á veruleika-
hugtakið (substansbegrepet) og orsakasetninguna sem
sjálfsögð frumsannindi.
Á Englandi komu menn fyrst fram með þessar spurn-
ingar, en það var þýzki spekingurinn Imm. Kant, sem
svaraði þeim þannig, að aldahvörfum réð i heimsspekinni.
Petta gerði hann i »Kritik der reinen Vernunft« (1781).
Kant hefir sjálfur í bréfi til vinar sins dregið saman i
nokkrar línur, Ijósara en nokkur annar, tilgang og árangur
þeirra rannsókna, sem skráðar eru í þessarri miklu bók.
»Skynjanlegum hlutum«, segir hann, »getum við ekki
kynzt nema þann veg, sem þeir birtast okkur, en ekki
þann veg, sem þeir eru í raun og veru; óskynjanlegir
(oversanselige) hlutir geta yfirleitt ekki orðið verkefni fyrir
fræðilega þekkingu okkar«.
Það, sem Kant gerði í »Kritik der reinen Vernunft«, er