Eimreiðin - 01.05.1921, Side 110
238
ROMANTÍK
[EIMREIÐIN
sál eins og maðurinn; það er aðeins löng röð af vitundar-
stigum milli blómsins óljósa draums og mannsins ljósu
þekkingar. Guð er í náttúrunni, guð er náttúran, heims-
sálin. Það er algyðistrú Spinózu, sem er aðalinntak heim-
speki Schellings.
Gagnstætt Fichte, sem var rökfastur íhugunarmaður, var
Schelling að hálfu leyti spekingur og að hálfu leyti skáld;
hann treysti betur því, sem hann nefndi hina sálarlegu
skoðun (intellektuelle anskuelse) eða innsýn, sem kemur
yfir sálina eins og vitran, heldur en hinni erfiðu sundur-
liðun, sem nær árangri sinum með því að berjast áfram
fet fyrir fet. Hann ætlaði t. d. einu sinni í fullri alvöru
að gefa heimspeki sína út í Ijóðum. Hann var samt frem-
ur skáldlegur viðvaningur, en að hann hetði skapandi
skáldskapargáfu. — Gn einmitt hans óljósa reik milli
skáldskapar, heimspeki og trúaróra gerði hann sérstaklega
hugfólginn þeirri kynslóð, sem hér er um að ræða.
Fichte og Schelling eru heimspekingar rómantísku stefn-
unnar; á hugsunum þeirra hvíla bókmentir stefnunnar,
og hugsanir þeirra eru rauði þráðurinn í skáldrilum fylg-
ismanna hennar. (Meira næst).
Freskó.
Saga eftir Ouida.
[Niðurl.].
Pegar eg var einu sinui að loka skattholinu, hefi eg
víst þrýst á einhverja leynifjöður, alveg óvart, því að lok
eilt kiptist lil hliðar, og kom þá í Ijós undir því leynihólf.
I því var bréfaböggull, svartur hárlokkur og samanbrotið
blað. Eg lyfti blaðinu upp til þess að leggja það til hlið-
ar og loka aftur hólfinu. t*á sé eg að þetta er voltorð um
hjónavígslu, er farið liafði fram í Santa Helena kirkjunni
í Róin. Eg skrifa það hér orðrétt, svo að þér skulið sjá.