Eimreiðin - 01.05.1921, Qupperneq 111
EIMREIÐINI
FRESKÓ
239
að það er enginn efi lengur á ferðum. Eg skal skrifa yð-
ur meira um þetta á morgun! Eg er svo ruglaður í dag,
og mér finst alt hringsnúast fyrir mér. Bara að eg sé ekki
í einhverjum blekkjandi draumi. Ó! ef móðir min væri
lifandi!
* *
Eg gat ekki lokið við bréfið í gærkveldi. Það var orðið
framorðið. Nú bæti eg við því, sem eg veit. Eg sendi
yður nú afrit af bréfunum, sem voru bundin saman hjá
hárlokknum. það eru bréfin frá henni — guð sé með sál
hennar — á ítölsku, illa skrifuð og af svo mikilli tilfinn-
ingu. Það er ekkert í þeim, og þó segja þau alt svo skýrt.
Eg sé alla kvalasögu hennar svo ljóst fyrir augum mér
út úr þessum bréfum! Hann kvongaðist henni á laun, og
vildi svo ekki kannast við hana. Hún var yfirgefin, í leyni.
Hann fór burt. Þá fyltist hún heipt og misskilningi, af-
brýði og efasemdum, en hann kulda og kæruleysi. Svo
hefir einhver Jago hitt hana, fengið hana til þess að trúa
því að giftingin hafi verið skrípaleikur en engin hjóna-
vígsla, og svo hljóp hún frávita heim, og þar mætti henni
fregnin um það, að faðir hennar væri dáinn.
Nú eru aðeins bréf hennar eftir. Enginn stafur er til er
geti sýnt hvað Charterys lávarður sagði eða hugsaði um
þetta. Eg ímynda mér að hann hafi verið harðbrjósta
maður, sem hugsaði aðeins um sjálfan sig og það, að
vera laus og liðugur Hann hefir ekkert hirt um það, hvað
af móður minni varð. Liklega hefir hann fyrirorðið sig,
að hafa flanað út i þetta, að ganga að eiga bændastelpu
suður á Ítalíu. En ómögulegt er að vita neilt með vissu
um þetta. Sá hluti sögunnar er alveg hulinn myrkri. En
hjónavigslusannanirnar eru ótvíræðar. Eftir dagsetningunni
eru 34 ár liðin siðan. Eg er þvi hjónabandsbarn hans.
Eg er náfrændi hennar.