Eimreiðin - 01.05.1921, Page 113
EIMREIÐIN)
FRESKÓ
241
góðs lögfræðings hjá ítalska ræðismanninum, og spyrja
um þessi skjöl. Eg segi engin nöfn, svo að engin hætta
er á ferðum. Eg spurði mann, sem kom hér til þess að
kalla inn skatta, um Alured jarl. Hann segir hann hafi
verið geðillur, óstöðuglyndur og reikull í ráði.
Hann datt af hestinum rétt hérna við dyrnar og dó á
svipstundu. Ef hann hefði lifað lengur hefði hann ef til vill
gert einhverja gangskör að því, að finna móður mína. Eg
ætla að vona það og reyna að telja mér trú um það —
Eg var í London, og talaði við nafntogaðan lögmann
um þetta. Eg sýndi honum eftirrit allra bréfanna, og er hann
hafði íhugað málið vandlega lét hann þá skoðun i ljósi,
að hjónabandið væri alveg lögmætt og að syni af því
hjónabandi bæri allur arfur eftir föður sinn, svo tramar-
lega sem sýnt væri og sannað, að hann hefði fæðst eftir
þann tíma.
Nú vitum við báðir, að það er auðvelt að sanna það.
Lögmaðurinn sagði að það mundi án efa kosta langvinn
málaferli. Mótparturinn mundi standa fast á móti, geta
flækt málin lengi. Hjónaböndin á ítaliu hefðu oft farið
fram í leyndum í þann tíð, og mætti því lengi bera brigð-
ur á þau. Málið mundi efalaust komast alla leið upp í
Lávarðadeild þingsins. Málin mundu standa lengi, en það
væri enginn vafi á því, hvernig þeim lyktaði, ef skjölin
væru svona úr garði gerð, eins og eftirritin sýndu. Eg
þakkaði honum og fór.
Þegar stóru hailarhliðin voru opnuð í morgun greip
mig undarleg tilfinning, eins og eg væri að koma heim.
Það var tilfinning þess, að vera eigandi þessa alls, hús-
bóndinn hér, einkennileg hugsun! Enskur greifi — eg! En
svo, þegar eg var sestur niður, og hundurinn hennar lagði
hausinn upp á hnén á mér, þá komu aðrar tilfinningar,
alt aðrar!
16