Eimreiðin - 01.05.1921, Qupperneq 117
EIMREIÐINJ
FRESKÖ
245
sem æiintýramann og beiningamann, og hún sjálf mundi
lítilsvirða mig fyrir það, að gleyma svo fátækt minni og
því, hve hátt hún er hafin yfir mig. Eg sé enga leið
mögulega til þess að nálgast hana með nokkurri von um,
að geta orðið henni annað en það sem eg nú er. Þér
segið að ekkert liggi á, og það er satt. Eg hefi nú komið
skjölunum fyrir í litlum járnkistli læstum, og þau skal
enginn maður augum líta nema þér og eg. Eða er þetta
nú ef til vill einhver Don Quixote-fíflaleikur hjá mér, að
þykjast ætla að loka skjölin í járnkistli og leyndarmáiið
í brjósli mér alla æfi, til þess að losna við auð og alls-
nægtir, metorð og rólegt líf? Eða vitið þér ekki að eg vil
alt leggja í sölurnar til þess, að hún renni aldrei augun-
um til mín öðruvísi en með vinarsvip? En ef hún vissi
alt, bá sæi eg það aldrei — nei, aldrei framar!
Eg sit nú öll þessi löngu vetrarkvöld hér í herberginu
mínu, með hundinn hennar hjá mér, og geri ekki annað
en hugsa og brjóta heilann um þetta.
Aldrei brást mér umhyggja hennar, hugsunarsemi um
hag minn, nákvæmni, velvild, og í návist hennar var eg
ávalt sæll. Á eg svo að ræna hana því, sem hún veit
ekki annað en séu réttmætar eignir hennar? Eg vinn á
hverjum degi að freskó-myndunum. Pær skulu að minsta
kosti geyma mér lofstír hér í þessari höll.
Eg gat ekki annað en hlegið hátt nýlega, þegar um-
sjónarmaður hallarinnar lét falla óvirðingarorð um verk
mitt hér. Það var svo blægilegt. Ef bann vissi sannleik-
ann, hvað hann mundi skríða marflatur og kyssa rykið
við fætur mér! Og eg, sem hefi rétt til að reka allan
þenna skríl héðan! En þó er það ekki valdið, og ekki
heldur neitt dramb út af auðæfunum eða tignarstöðunni,
sem freistar mín, heldur tækifærið, næðið og möguleikinn
að lifa áhyggjulaus og helga alla krafta mína hugsjón
listar minnar, og geta safnað að mér öllu fögru og yndis-
legu. En samt mundi líf mitt án hennar verða eins og
heimili án listar eða býflugnabú án býflugna. Hvað á eg
að gera?
Eg sit og grufia tírnum saman, nóttum saman. En eg