Eimreiðin - 01.05.1921, Side 118
246
FHESKÖ
[EIHREIÐIN
er engu nær. Eg stari og stari á myndina af henni, og
eg hrekk viö og við upp við þá hugsun, að eg skuli vera
að brugga Iaunráð um að ræna þessa konu. Eg hefi ekk-
ert heyrt um hana langa lengi. Ef til vill er hún gift her-
toganum. Nei, það hygg eg ekki að hún geri nokkuru sinni.
Hvað veturinn er langur, langur. Nú er 23. febrúar. Nú
fer jörðin að anga suðurfrá og vorsólin hlær í heiði,
þegar mars færist í nágrennið. Hér er nú ekki annað að
sjá en fönn og frost, og hagl og hörkur, og dýrin sjást
skjótast flóttaleg og svöng innan um nakin trén.
Ráðsmaðurinn kom til mín í þessum svifum og sýndi
mér simskeyti frá henni, sem kom áðan. Hún er í París
og segir að eins: »Við komum heim á morgun«. — »Á
morgun! Engin aðvörun. Svona er hún altaf«, sagði ráðs-
maðurinn. — Guð minn góður! Hvað á eg nú að segja
við hana? Hvernig á eg að hitta hana? Eg veit varla
hvort hefir yfirhöndina í hjarta mér, tilhlökkunin eða
kvíðinn.
Æ, að eg vissi nú hvað eg á að gera. Og nú á eg þetta
i rauninni alt, en hún ekkert. Hún er í rauninni gestur
minn hér! Hún var 4 mánuði að heiman. Hún hefir ekki
skrifað mér lengi. Eg er líklega ekki orðinn annað en
málarinn, sem er að prýða danssalinn hennar, enginn
sérstakur maður, að eins einn af fjöldanum, sem er í
þjónustu hennar.
Ef því er svo farið —, þá skal hún aldrei vita um
réttarkröfur mínar. Það væri of líkt hefnd. En ef hún
kannast við mig enn þá — þá fer eg, sendi myndina af
henni á sýninguna, og verð ef til vill frægur fyrir hana,
og get að lokutn komið og sagt við hana: »Eg elska þig«.
Nei. Eg á að eins eitt konungsriki: list mína. Hún treysti
mér. Hún skal aldrei þurfa að sjá eftir þvi.