Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 120
248
FRESKÓ
[EIMREIÐIN
Eg sendi ekki bréf mitt í gærkveldi. Eg opna það nú
aftur til þess að bæta þvi við, að enginn meiri láns-
maður er til undir sólunni en eg. Jafnvel núna, þegar eg
sit bér i herbergi mínu i morgunljósinu, get eg varla trúað
sælu minni. Eg er svo lengi að átta mig á þessu, að eng-
illinn, sem eg varð svo lengi að glíma við, hafi loks
blessað mig!
Þegar þjónninn bafði fært mér boðin frá henni, fór eg
af stað, og reikaði eins og drukkinn maður um gangana
í höllinni. Að eiga nú að hitta hana í lesstofunni!
Mér fanst sjálfir veggirnir fá rödd og taia um hana.
Gamla franska skatholið fékk líka málið. Eg var eins og
í einhverri æfintýra-leiðslu.
Og eg var ekki vaknaður úr þessari leiðslu, þegar eg
stóð frammi fyrir henni i þessari kunnuglegu stofu.
Sem betur fór var skuggsýnt þar inni. Rökkrið er iangt
hér.
Gluggarnir eru gegnt vestri, og inn um þá kom bláleit
skiman, en rauðir glamparnir frá eldinum flöktu til og frá.
Þeir slóu bjarma sínum á teborðið og legubekkinn, á hvita
bjarndýrsfeldinn fyrir framan eldstóna, og á hana, sem
stóð þar.
Hún var föl, og dálítið þreytuleg. Hún hafði varpað
yfir sig »teskikkju«, sem það kallar svo, flík sem er búin
til úr alis konar þunnum, gömlum renningum og atlask-
silki. Enga flík hefi eg séð fara henni betur.
Hún rétti að mér hönd sína, og eg beygði mig niður
að henni. Hún sagði ekkert, og eg þagði lika. Hún var
þögulli en venja hennar var.
Svo fór hún að tala, hart og lágt, hitt og þetta smá-
vegis. Það væri hitasótt að geisa í Cannes. Amma hennar
væri lasin. Henni hafi leiðst. það hafi ekki sést annað en
Londonarbúar þarna suðurfrá. Sér sé illa við þetta sam-
bland af brennandi sólskini og nöprum stormi. Þá vilji
hún heldur fá sér góðan sprett á hesti hérna í Berkshire.
Eg man svo vel eftir þessu öllu núna, hverju orði. Þá
tók eg ekki eftir þeim. Eg starði á hana og var að hugsa,
hvað eg þráði hana heitt, og að eg mætti ekki vera svona