Eimreiðin - 01.05.1921, Side 124
252
FRESKÓ
[EIMREIÐIN
Charterys greifinna, Milton Ernest, til hr. Hollys, Róm:
»Já, eg fyrirgef yður alt, jafnvel alt ruglið, sem þér
skrifið mér. Eg ætla altaf að kalla hann Renzo. Við ætl-
um að verða hér í alt sumar, og hann ætlar að lúka við
freskó-myndirnar«.
Endir.
Ritsjá.
Dr. Helgi Pjeturss: NÝALL. Nokkur islensk drög til heimsfræði
og liít'ræði. Fyrra hefti og síðara. Rvík 1919. Bókaverslun Guðm.
Gamalíelssonar.
Dr. Helgi Péturss hygg eg sé líkastur Gunnari á Hlíðarenda
peirra manna er eg hefi séð. Er undarlegt ef enginn málara
vorra notar sér pað. En nú er hér ekki að ræða um vöxt hans
heldur vitsmuni, og hygg eg að í pví efni sé langt bil milli peirra
Gunnars og Helga, pví að Gunnar leitaði ráða Njáls, en skorti
vitsmuni til pess að fara að fullu eftir leiðsögn hins vitra ná-
granna síns, en dr. Helgi hefir nú, að pví er sýnist, sagt upp
leiðsögn annara af pví, að hann kennir sig vitrari mann en svo,
að hann purfi að hlýta peirra forsjá. Verður pó ekki sagt að
liann kasti rýrð á vitringa heimsins og vísindamenn. Hann kann
að lofa sjálfan sig, án pess að lasta aðra, og er pað meiri vandi
en margan grunar. Pað er með ódæmum, hve mikið hann hefir
lesið, og pað af pyngsta tæi og með pyngstu móti: náttúruvís-
indi, heimsspeki og dulræn fræði á frummálum: íslensku, dónsku,
norsku, sænsku, pýsku, ensku, frönsku, latínu og grisku. En í
stað pess að falla i óteljandi brot og brotahrot cða láta hinn
mikia lærdóm gera sig ærðan, mylur hann alla heimsins speki
mjölinu smærra og steypir upp úr pvi sina speki, með næstum
að segja ægilegu sjálfræði, og pví valdi, sem óbifanleg vissa um
að hafa fundið sannleikann bak við alt, getur ein veitt.
Við og við hafa veriö að birtast greinar eftir dr. Helga um
pessi efni. En ef satt skal segja, hefir verið nokkuð erfitt, að
finna undirstöðu málsins út úr peim. Pær hafa, ef svo mætti
segja, vcrið líkar eyjaklasa, sem gela má til að sé toppar á
fjöllum mikils lands, en ilt að átta sig á, hvernig samhand peirra
sé i raun og veru. En pegar sú bók kom, sem hér skal minn-
ast á, varð alt ljóst og skilmerkilegt. — Pessi bók er »NýaIl«,
cinkum fyrra heftið.