Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Blaðsíða 22
22
í*orv. Thoroddsen
fessir hinir fyrstu steinaldarmenn lifðu á veiðum, drápu
hirti, antilópur og geitur sjer til matar og klæðnaðar, og
jafnframt urðu þeir að berjast við ýms villidýr, sem
voru þeim samtíma, ljón, nashyrninga, birni og úruxa.
Pegar tímar liðu fór þessum mönnum smátt og smátt
fram, þeir lærðu að smíða betri steintól og steinvopn og
fægðu þau og prýddu, þeir gjörðu sjer ílát úr brendum
leir og tóku að stunda akuryrkju og kvikfjárrækt. Eðlilega
hefur það tekið langan tíma, sem vjer höfum engar sögur
af, áður en menn komust svo langt. í Gyðingalandi,
einkum í Geser norðvestur frá Jerúsalem, hafa fundist
miklar menjar frá seinni hluta steinaldar. Af alidýrum áttu
þeir þá kýr, kindur, svín, geitur og líklega asna; þeir
plægðu með arði og var steinhella eða steinbroddur not-
aður í stað plógjárns, en sigðir gjörðu þeir sjer úr bogn-
um steinum, sem þeir fægðu og brýndu. Hvort það er
sama þjóðin eða ný aðkomuþjóð, sem búið hefur í Pal-
estínu á seinni hluta steinaldar, vita menn eigi, en menn-
ing þeirra er svo miklu meiri en hinna fyrri íbúa, að það
er ekki ólíklegt að hjer hafi nýr kynstofn sest að í land-
inu. Af beinagrindum sjest, að þjóð þessi hefur verið
smávaxin, hinir allra stærstu karlmenn 1,68 m. á hæð.
í fjöllum Palestínu er fjöldi af hellum, þá notuðu stein-
aldarmenn til íbúðar, löguðu þá til, hjuggu nýjar dyr á
kletta og gjörðu þrep og stiga, vatnsþrór og vatnsstokka
og geymslugryfjur fyrir kornforða sinn; á stöku stað
bygðu þeir uppi á hæðum íbúðarkofa úr trje og leir
með steingörðum í kring til varnar. Á seinni hluta stein-
aldar voru lík dauðra manna vanalega brend, en ekki
grafin, og hjelst sá siður líka eftir að Kananítar höfðu
unnið landið alt fram að 2000 árum f. Kr., en eftir það
var farið að jarðsetja; þó voru menn stundum brendir
og það jafnvel hjá Gyðingum eins og t. d. Sál konungur
og synir hans (1. Sam. 31). Hinir elstu frumbyggjar, á