Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Page 22

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Page 22
22 í*orv. Thoroddsen fessir hinir fyrstu steinaldarmenn lifðu á veiðum, drápu hirti, antilópur og geitur sjer til matar og klæðnaðar, og jafnframt urðu þeir að berjast við ýms villidýr, sem voru þeim samtíma, ljón, nashyrninga, birni og úruxa. Pegar tímar liðu fór þessum mönnum smátt og smátt fram, þeir lærðu að smíða betri steintól og steinvopn og fægðu þau og prýddu, þeir gjörðu sjer ílát úr brendum leir og tóku að stunda akuryrkju og kvikfjárrækt. Eðlilega hefur það tekið langan tíma, sem vjer höfum engar sögur af, áður en menn komust svo langt. í Gyðingalandi, einkum í Geser norðvestur frá Jerúsalem, hafa fundist miklar menjar frá seinni hluta steinaldar. Af alidýrum áttu þeir þá kýr, kindur, svín, geitur og líklega asna; þeir plægðu með arði og var steinhella eða steinbroddur not- aður í stað plógjárns, en sigðir gjörðu þeir sjer úr bogn- um steinum, sem þeir fægðu og brýndu. Hvort það er sama þjóðin eða ný aðkomuþjóð, sem búið hefur í Pal- estínu á seinni hluta steinaldar, vita menn eigi, en menn- ing þeirra er svo miklu meiri en hinna fyrri íbúa, að það er ekki ólíklegt að hjer hafi nýr kynstofn sest að í land- inu. Af beinagrindum sjest, að þjóð þessi hefur verið smávaxin, hinir allra stærstu karlmenn 1,68 m. á hæð. í fjöllum Palestínu er fjöldi af hellum, þá notuðu stein- aldarmenn til íbúðar, löguðu þá til, hjuggu nýjar dyr á kletta og gjörðu þrep og stiga, vatnsþrór og vatnsstokka og geymslugryfjur fyrir kornforða sinn; á stöku stað bygðu þeir uppi á hæðum íbúðarkofa úr trje og leir með steingörðum í kring til varnar. Á seinni hluta stein- aldar voru lík dauðra manna vanalega brend, en ekki grafin, og hjelst sá siður líka eftir að Kananítar höfðu unnið landið alt fram að 2000 árum f. Kr., en eftir það var farið að jarðsetja; þó voru menn stundum brendir og það jafnvel hjá Gyðingum eins og t. d. Sál konungur og synir hans (1. Sam. 31). Hinir elstu frumbyggjar, á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.