Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Page 27

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Page 27
Kaflar úr fornsögu Austurlanda 27 til vatnsgeymslu. Sumstaðar voru grafin löng göng eöa jarðhús út úr borgunum bæði til þess að ná í vatnsból eða til þess að komast undan þegar að þrengdi. í miðj- um borgunum voru oftast athvarfsturnar, er menn flúðu í þegar óvinirnir voru komnir yfir borgarmúrana. í’annig segir í Dómarabók (9, 51) ^Par var sterkur kastali mitt í staðnum; þangað flúðu allir, karlar og konur, já alt fólkið í staðnum og læsti eftir sjer og síðan stigu þeir upp á þakið á kastalanum*. Undir rústum slíkra turna hafa sumstaðar fundist rammbygð kjallaraherbergi, sem líklega hafa verið notuð sem forðabúr eða fjehirslur fyrir dýrgripi og ýmislega verðmæta eign. Pað var engin furða þó ísraelsmönnum stæði í fyrstu stuggur af þessum köstulum og öllum herútbúnaði Kananíta, enda hefðu Gyðingar aldrei getað sigrað þá, ef þeir hefðu ekki verið sjálfum sjer svo sundurþykkir, að hver höndin var upp á móti annari, og stafaði það af langvarandi illdeilum og vígaferlum. Njósnarmennirnir, sem Móses sendi til Kanaan, sögðu að þar byggi hraust þjóð og hinar víggirtu borgir væru mjög stórar, rammbygðar og hátt í lopt upp, en sumir íbúarnir væri af risakyni (4. Mós. 13; 5. Mós. 1,28). í Basan fyrir austan Genesaret-vatnið hittu þeir fyrir sjer rammbygðar borgir með háum múrveggjum, hliðum og slagbröndum (5. Mós. 3,5). Seinna reyndist það mjög örðugt að vinna margar af þessum víggirtu borgum og þær unnust stundum aðeins með kænsku og prettum, sumar ekki fyrri en löngu eftir að Gyðingar voru búnir að leggja undir sig allar sveitir í kring. Kananítar voru og betur búnir að vopnum og hergögnum en Hebrear, þannig áttu Ísraelítar ilt með að vinna stríðsvagnana. »Drottinn var með Júda, svo hann gat unnið þá sem á fjöllunum bjuggu; en ei fjekk hann útrekið dalbúana, því þeir höfðu járnslegna vagna« (Dóm. 1.19). Jabín Kananíta konungur og Sisera hershöfðingi hans höfðu 9 hundruð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.