Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Síða 37
Kaflar úr fornsögu Austurlanda
37
er til var grafið að Salómon hefur aðeins endurbætt
múrana í Geser, hlaðið upp í skörðin og bygt 30 víg-
turna. Róbóam, sonur Salómons, Ijet sjer mjög ant um
að styrkja kastalana (2. Krón. 11, 5—11). Ressi frásögn
um Geser sýnir meðal annars að enn á dögum Salómons
hafa nokkrir kastalabæir haldið sjer óháðum, líklega hafa
Gyðingar ekki getað unnið þá. Við verslun fengust Gyð-
ingar lítið í þá daga og enn minna við sjóferðir og sigl-
ingar. Þegar Salómon sendi skip frá Eseon-Geber við
Rauðahafið til Ofír til að sækja gull, varð hann að fá
»skipalið, góða farmenn* frá Fönikíu (1. Kong. 9, 27).
í verklegum efnum voru hinir fornu Gyðingar engin
framfaraþjóð, þeir lærðu þá vinnu og þann iðnað, sem
Kananítar kunnu, en bættu engu við. Það var á svæði
trúarbragðanna og bókmentanna, sem Gyðingar vor
framúrskarandi og útvalin þjóð. Framan af voru trú-
bragðahorfurnar þó ekkert glæsilegar, spámennirnir og
hin andlega stjett áttu fult í fangi með að bæla niður
skurðgoðadýrkun lýðsins, sem jafnharðan reis upp aftur.
Par var stöðug barátta við áhrif Kananíta og svo að
segja við áhrif alls heimsins sem þá var; eingyðistrú var
þá ekki þjóðtrú neinstaðar. Kananítar bráðnuðu smátt og
smátt saman við Ísraelíta og úr þeim myndaðist blend-
ingsþjóð, hefur sú sameining eflaust gengið fljótt sökum
þess að báðar þjóðirnar voru svo náskyldar og töluðu sama
mál. Eftir fáar aldir voru Kananítar horfnir og úr sögunni,
þeir eru ekki liðnir undir lok eða útdauðir, þeir eru orðnir
sameinaðir hinni drottnandi þjóð og sjást þau fyrirbrigði
á ótal stöðum í sögunni. Snemma hafa Gyðingar tekið
upp greftrunarsiði Kananíta, það sýna fornmenjarann-
sóknirnar glögglega. Gyðingar hata eins og fyrirrennarar
þeirra látið leirker með mat og drykk hjá líkunum, lampa
og verndargripi, en þetta breyttist seinna; í stað þess
að líkin fyrst liggja reglulaust í grafþrónum með