Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Page 94
94
Kristian Kálund
þeirra um það, hvar atburðirnir hefðu gerst. Til þess
að geta gert þetta í Kaupmannahöfn vantaði hin nauð-
synlegustu hjálparmeðöl, nákvæman uppdrátt af landinu
og rækilega staðalýsingu af því. Um nýjan uppdrátt var
auðvitað ekki að ræða; uppdráttur Bjarnar Gunnlaugs-
sonar var þá ekki gamall og góður eftir öllum ástæðum,
enda" datt engum þá í hug að gera betri uppdrátt af ís-
landi. Hins vegar höfðu nokkrir íslendingar í Kaup-
mannahöfn, í Haínardeild Bókmentatjelagsins, hugsað um
það fyrir löngu að koma út stórri lýsingu af Islandi og
þar á meðal staðalýsingu. Bókmentafjelagið hafði í þeim
tilgangi safnað sóknalýsingum og sýslulýsingum af öllu
Islandi, en ekkert varð þó af því að nein lýsing væri
samin, og engin útlit voru til þess þá, að nokkur Islend-
ingur myndi um þær mundir rita staðalýsingu eða al-
menna lýsingu af landinu. í annan stað hafði Hafnar-
deildin 1861 byrjað á því að gefa út í »Safni til sögu
íslands« nokkrar ritgjörðir um örnefni á Islandi. Ritgjörðir
þesssr voru fróðlegar og til gagns fyrir þá, sem lásu
sögurnar, enda þótt þær væru ótullkomnar að ýmsu leyti.
Það var ætlun Bókmentafjelagsins að halda áfram að
gefa út slíkar ritgjörðir, en framhald af þeim var ekki
komið út, þá er Kálund kom til sögunnar, og hið næsta
hefti af »Safni til sögu íslands« kom eigi út fyr en 1876—
77, er Kálund var byrjaður á að rita Islands lýsingu sína.
Svona var þessu farið þá er Kálund hafði lokið há-
skólaprófi, og vildi með alúð gefa sig að íslenskum
fræðum og menningu á miðöldunum. Hann tók þá sjálf-
ur að hugsa um að fara til Islands og kynna sjer það
nákvæmlega, ferðast um landið og skoða sögustaðina og
athuga sjálfar sögurnar á þeim stöðvum, þar sem þær
höfðu gerst, og reyna síðan að rita um landið og sögu-
staðina. Árið 1872 var hann svo heppinn að fá ferða-
styrk úr sjóði Lassons hæstarjettardómara (sem hann