Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Side 121

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Side 121
og niðjar hans 119 áttu þau hjónin ekkert barn. 5. júní 1801 kvongaðist sjera Jón aftur, og var kona hans, Þorgerður Runólfsdóttir, mikil gæðakona. í*au hjónin eignuðust 10 börn, og dóu þrjú þeirra í æsku, en 7 þeirra urðu fulltíða og er margt manna af þeim komið. Hefur ljúfmenska þeirra hjóna gengið að erfðum til margra niðja þeirra. Af sjera Jóni er til ein mynd, sem Sigurður Guð- mundsson málari hefur teiknað. Mynd þessi er vel gerð, og er því ánægjulegt að vita af því, að hún er til, því að myndir eftir Sigurð málara eru eigi margar. Hann hætti of- snemma málaraiðn sinni, og fjell frá á besta aldri. Á síð- ustu námsárum sínum í Kaupmannahöfn kom Sigurður mál- ari til Islands og fór þá um Nerðurland; það var sumarið 1856, og það ártal stendur líka á myndinni. Hann mun hafa teiknað hana á Grenjaðarstað. Þá er Sigurður kom aftur til Kaupmannahafnar, kom hann stundunr í hús þeirra hjóna Jakobs Johnsens og frú Hildar frá Grenjaðarstað, Myndin er nú eign frú Jónínu Valgerðar Jantzen, dótturdóttur sjera Jóns, og á Fræðafjelagið góðvild hennar og systur- sonar hennar prentsmiðjueiganda, cand. polyt. Ivar Jant- zen það að þakka, að Ársritið getur birt mynd þessa og rnyndir af fjórum börnum sjera Jóns, Birni ritstjóra Norðan- fara, frú Kristrúnu, frú Hildi og sjera Magnúsi að Grenjaðar. stað. Skal nú í fáum orðum skýrt frá þeim og Guðnýju systur þeirra. Því miður er engin mynd til af henni. Elstur barna sjera Jóns og f’orgerðar var Björn Jóns- son, ritstjóri Norðanfara. Hann var fæddur 14. maí 1802 og ólst upp hjá foreldrum sínum eins og önnur börn þeirra. 1826 gerðist hann bóndi í Eyjafirði og bjó þar á nokkrum jörðum til 1845, og var á þeim árum alllengi hreppstjóri. Þá varð hann verslunarstjóri, fyrst á Siglufirði en síðan á Akur- eyri. 1849 bar hann þá tillögu upp að setja prentsmiðju á Akureyri; var það mest honum að þakka, að prentsmiðja komst þar á og hjelst síðan, þótt hún ætti við fátækt og mikla erfiðleika að búa. Honum var það og mest að þakka að Norðri bvrjaði að koma út, og var hann ritstjóri hans 3 fyrstu árin. Kunnastur er þó Björn fyrir það, að hann gaf út Norðanfara í 24 ár, þrátt fyrir það, þótt blaðið gæfi honum lítið í aðra hönd til lífsuppeldis. Sumir kaupend- urnir borguðu ekki blaðið árum saman, og komu þess vegna útgefanda þess í mikil vandræði. Þá var lítið um peninga á íslandi, en Björn ritstjóri tók allar hinar algengustu íslensku vörur í borgun fyrir blað sitt. Auglýsti hann oft, að sjer
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.