Aldamót - 01.01.1901, Page 12
12
veit alment svo lítiö um ísland, skilst mér bezt, þegar
eg hugsa um þaö, hve lítiö vér íslendingar þekkjum
til Færeyja og smáþjóöarinnar, sem þar býr. Nátt-
úra þess eyjaklasa er mjög einkennileg, hefir sína sér-
stöku fegurö, og fólkið þar oss náskyldara en nokk-
urt annað fólk, að Norömönnum einum undanskild-
um. Norðmenn eru feður vorir, en Færeyingar eru
bræður vorir. En hvað vita Islendingar alment um
Færeyjar? Naumast eins mikið og fólk í útlöndum
áður vissi um Island samkvæmt fræðslunni í hinum
gömlu skólabókum. Naumast annað en það, að þar
einhvers staðar er þórshöfn, Trangisvogur, Klaksvík;
og sú þekking þó að eins fyrir þá sök, að dönsku póst-
skipin, sem fara á milli Kaupmannahafnar og Islands,
koma á leiðinni við á þessum stöðum þar í eyjunum.
Meiravita Islendingar ekki um Færeyjar, það teljanda
sé, og kæra sig ekki um að vita meira, — því það land
og það fólk er í augum þeirra svo mátt.
þegar eg kom fyrst í Færeyjar, þá þótti mér nú
stór-mikið til koma. Mér var yndi að líta hina snar-
bröttu fjalltinda rísa upp úr sjónum, hvanngræna upp
á efstu eggjar. þetta líktist Islandi, ogvarþvíþó ólíkt.
Fjallanáttúran ekki eins stórskorin og ekki eins tign-
arleg og þar, en þó tilkomumikil, upplyftandi. Víð-
ast hvar ekkert undirlendi, en sjórinn í sundunum og
fjörðunum á milli fjallanna í þess stað. Sjórinn eins
og skínandi spegilflötur í logninu og sólskininu. það
er oft þoka og súld í Færeyjum, en það var ekki
þá. Eg sá berjarunni og ýmsan annan gróður í þórs-
höfn, sem hvergi sást á Islandi. Fólkið var góð-
mannlegt og gestrisið, heimelskt, tilgjörðarlaust,
þarnalegt. Mállýzka þess vitanlega náskyld íslenzku