Aldamót - 01.01.1901, Page 18
lengdin milli Skúfeyjar og SuSureyjar, sem Sigmundur
fór á sundi, er fullum helmingi meiri en milli Drang-
eyjar og Reykja á Reykjaströnd. En þá leiö fór
Grettir á sundi, er hann sótti eldinn, og þótti vel
gjört.
Nokkru eftir fráfall Sigmundar Brestissonar gift-
ist þóra dóttir hans Leifi Özurarsyni, fóstursyni þránd-
ar í Götu, og bjó svo með rnanni sínum á Hofi í Suður-
ey. þau eignuðust son, er heitinn var eftir móðurföð-
ur sínum og nefndur Sigmundur. þann svein tók
þrándur til fósturs, er hann var þrévetur. Sex ár líða.
A þeim tíma beitti þrándur ýmsum brögðum til að efla
ríki sitt í eyjunum. Manndráp og vígaferli tíð, og var
þá höggið nærri þeim þóru og Leifi. þau þráðu hefnd*
einkum hún, en sýnt þótti, að henni yrði eigi komið
fram án lífshættu fyrir sveininn Sigmund, son þeirra,
er hann var með þrándi. þóttust nú skilja, hvað
þrándi hefði gengið til, er hann bauð þeim barnfóstr.
ið. það verður þá að ráði með þeim hjónum að ná
syni sínum frá þrándi með brögðum. Og það hepn-
ast. þau takast ferð á hendur norður til Austureyjar
á fund þrándar í Götu. Hann fagnar þeim vel, grun-
ar engin brögð frá þeirra hálfu. þau gista þar eina
nótt og fá að vera út af fyrir sig með sveininn. En
nokkru síðar en þrándur var frá þeim farinn og eftir
að alt fólk var gengið til hvíldar rís Leifur upp, fer
kringum alla eyna, meiðir öll skip eyjarbúa, svo að
ekkert var sjófært. Snemma morguns næsta dag fara
þau Leifur til skips síns og hafa son sinn með sér að
óvilja þrándar. Halda í skyndi heimleiðis. þrándur
skipar mönnurn sínum að veita þeim eftirför, en þeir
finna hvergisjófærtskip. þá var þrándurráðþrota. Mjög