Aldamót - 01.01.1901, Síða 51
5'
af viö þjóðerni sitt, þá verður það með engu móti af-
sakað. það er blátt áfram ónáttúra. Menn verða
með því móti hreinir Færeyja-gikkir. það bólaðifyrst
á þessari ónáttúru í hópi Vestur-Islendinga hjá and-
stæðingum kirkju og kristindóms. ,,Heimskringla“
studdi hana af alefli, þegar hún var á sínum duggara-
bands-árum. það var nú ekki svo voðalegt, þegar það
kom úr þeirri átt. Hitt er ískyggilegra, efkirkjumenn
vorir fara að þessu leyti að hallast í sömu átt. það
þýðir fyrir oss kirkjulega sundrung, dauða skólahug-
myndarinnar vestur-íslenzku, sem vér höfum verið að
berjast fyrir í liðinni tíð, hinn háskalegasta þránd í
Götu allra vorra félagsmála í framtíðinni. Látum í
öllum bænum kirkju vora ekki verða til þess að styðja
þessa ömurlegu kreddu.
Sundrungar-náttúran og sérkreddu-tilhneigingin
kemur fram hjá oss Islendingum hér í því meðal ann-
ars, þótt engum hafi víst upphaflega komið það í hugt
að í þessu litla kirkjufélagi er haldið úti þremur trú-
mála-tímaritum. því þó að beinlínis sé það að eins
,,Sameiningin“, sem kirkjufélagið gefur út, og hún sé
kölluð málgagn þess, þá stendur það þó í rauninni
fult eins mikið á bak við tímaritin hin bæði. Prest-
arnir gefa út ,,Aldamót“ og ,,Kennaranum“ er haldið
úti að marg-samþyktu ráði voru á ársþingum kirkju-
félagsins. þessar ráðstafanir vorar hafa vitanlega ver-
ið í bezta tilgangi. En reynslan hefir nú sýnt, að oss
hefir hér skjátlast. Tímarit þessi eru hvert öðru í
vegi. Ekkert þeirra fær nægilegan stuðning. Ut-
breiðsla þeirra allra langt um minni en svo, að viðun-
anlegt geti heitið. þau dreifa kröftum vorum um of,
gjöra kirkjufélagið að Færeyjum, oss sjálfa að Færey-