Aldamót - 01.01.1901, Page 60
Go
*
ræSuefni eg á við. Umræöur út af skilningi vorum á
ritningunni hafa fyrir skömmu síðan hafist í hinum
kirkjulegu tímaritum vorum. þær umræöur eru eins
gamlar og ritningin sjálf;a5 minsta kosti hafa þærfylgt
kristindóminum frá upphafi vega. þær sýnast því
vera eitt af einkennum kristindómsins. Öll hin innri
barátta kristinnar kirkju hefir út af guSlegri opinberun
veriS. Drottinn hefir trúaS kirkju sinni fyrir henni.
Hún er pundiS, er hann hefir selt henni í hendur.til aS
ávaxta. Hún hefir ekki eins og hinn ótrúi þjónn í
dæmisögunni vafiS þetta guölega pund í sveitadúki
og faliö þaö í jöröu. En hún hefir hrundiö öllurn
leyndardómum opinberunarinnar út á markaö hugsan-
anna og variö blóöi sínu og inerg til þess, aö sú guö-
lega fúlga færi þar ekki þverrandi heldur vaxandi.
Rannsóknarlaus kristindómur, þar sem í öllum efnum
er látiö sitja viö þann skilning, er aörir hafa fyrir svo
og svo löngu komist aö, er eins og fé, sem bundiö er
i sveitadúk og faliö í jöröu.
I.
Tíminn, sem vér lifum á, er fullur af byltingum í
andans heimi. Nítjánda öldin, sem nú er nýlega
horfin í haf tímans, var um fram aörar aldir rann-
sóknaröld. Hún gjöröi sig ekki ánægSa meö neina
þekking, er hún haföi tekiö í arf frá fyrri öldum. Hún
tók fyrir öll atriöi þekkingarinnar og setti sér fyrir aS
rannnsaka þau frá rótum. Rannsóknarþráin er eitt
af göfugustu einkennum mannsandans. Lífsþráin
kemur þar í ljós í fegurstum búningi. því hvað er
hún annað en löngunin til aö öðlast lifandi þekking
í stað hinnar dauöu, sem fyrirhafnarlaust er til vor