Aldamót - 01.01.1901, Page 63
63
aS niöurstaöa hinnnar nýju söguritunar hafi í öllum
einstökum atriðum ávalt á réttu aö standa. Mennirn-
ir eru aldrei óskeikulir í neinu. En þeim bæöi getur
farið fram og fer fram í raun og veru þar sem um vís-
indalegar rannsóknir er aö ræða. Eg veit, að sömu aö-
ferðinni, er nú hefir beitt veriö viö söguritun fyrri alda,
verður einnig beitt við söguritun nítjándu aldarinnar, og
aö niðurstaðan getur í ýmsum efnum oröiö nokkuö önn-
ur. En eitt veröa menn að kannast viö. Einungis með
þessu móti þokast þekkingin á mannkynssögunni og
skilningurinn á gangi hennar áfram. Einungis með
þessu móti verður þekkingin lifandi þekking. Annars
verður hún dauð og lítið í hana varið. Einungis með
þessu móti leggur hver ný kynslóð sinn skerf fram til
þess skilnings á mannkynssögunni og viðburðum henn-
ar, sem er eitt hið allra-göfugasta ætlunarverk manns-
andans að öðlast.
En eg hefi einungis bent á þetta sem dæmi. þessu
er nákvæmlega eins varið á öllum svæðum þekkingar-
innar. Tökum hvaða vísindagrein sem er, og vér
munum komast að raun um, að sama starfsemin hefir
átt sér hvarvetna stað.
Auðvitað er það hverju orði sannara, að það eru
hinir fáu, en ekki hinir mörgu, er taka verulegan og
sjálfstæðan þátt í rannsóknarstarfi þessu. Mennirnir,
er komast að sjálfstæðri niðurstöðu fyrir eigin frum-
lega rannsókn eru tiltölulega undur-fáir. það ernærri
því hægt að telja þá á fingrum sér í hverri einstakri
grein þekkingarinnar. þeir eru helzt uppi meðal stór-
þjóðanna. En fjöldinn fær að vita árangurinn. Hann
á heimting á því. það er lífsskilyrði fyrir hann, svo
hann hafi ávalt eitthvað nýtt um að hugsa. Hann á